Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15538
Einstaklingar með geðsjúkdóminn geðhvarfasýki fá svokölluð „köst“ sem geta verið maníuköst, þunglyndisköst eða sveiflast á milli þeirra tveggja. Manían getur t.d. lýst sér sem ofurgleði, einstaklingar tala hratt, fá meiri skynjun, sumir ofskynjanir og geta vaðið úr einu í annað. Á þunglyndistímabilum geta einstaklingar upplifað mikla þreytu, litla sem enga orku eða löngun, venjur geta breyst og sumir íhuga sjálfsvíg. Sveiflurnar eru mjög mismunandi hjá einstaklingum og geta reynt mikið á andlega jafnt sem líkamlega líðan.
Dans - og hreyfimeðferðir hafa þróast mikið á síðustu árum og telja þjálfarar að þær hjálpi einstaklingum að finna t.d. sjálfstraust, vellíðan, innri frið, meðvitund um eigin líkama og sál jafnt sem meðvitund um aðra í kringum sig. Hefur það sýnt sig að þegar einstaklingar hreyfa sig og dansa leysist endorfin í líkamanum þeirra sem veldur vellíðan. Meðferðirnar eru margar og allar sérstakar á sinn hátt með mismunandi áherslur.
Erfitt er að finna nákvæmlega hvað hentar best við geðhvarfasýki, eitt hentar einum og annað öðrum en dans – og hreyfimeðferð gæti hugsanlega verið ein aðferðin þar sem í meðferðinni er unnið að mörgum þáttum sem gætu gagnast vel fyrir einstaklinga með geðhvarfasýki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RITGERÐIN TILBUIN!.pdf | 229,03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |