is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15539

Titill: 
  • Ekki er allt sem sýnist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skynjun gerir okkur kleift að upplifa heiminn sem við lifum í. Við fáum upplýsingar í gegnum svokölluð ytri skynfæri, heyrn, snertingu, lykt, bragð og sjón um eiginleika og þætti í umhverfinu sem eru mikilvæg fyrir okkur til þess að lifa af. Skynfærin eru okkur þó ekki lífsnauðsynleg, við gætum lifað af án þeirra. Ef eitt þeirra hættir að virka nýtum við hin sem eftir eru enn betur heldur en ef við hefðum þau öll. Þeir sem t.d. missa sjónskynjunina nýta sér snertinguna og heyrnina betur en við hin. Blindir nota snertiskynið t.d. til þess að sjá umhverfið í kringum sig og annað fólk. Þetta fékk mig til að hugsa; hefði ég orðið dansari ef ég hefði fæðst án sjónar? Hvernig fara blindir að því að læra að dansa? Mér finnst merkilegt að blindir einstaklingar sem hafa ekki séð dans geti samt haft áhuga á því að læra að dansa. Þeir vita sjálfsagt ekki útí hvað þeir eru að fara þegar þeir ákveða að læra dans fyrr en á það reynir. Eins og Fernanda Bianchini talaði um, þegar nemendurnir hennar mættu fyrst til hennar í tíma þá mættu þeir í gallabuxum og með hárið slegið. Hún hugsaði þá með sér að auðvitað vita þau ekki hvernig þau eiga að mæta í ballett tíma þar sem þau hafa ekki séð ballett dansara áður. Bianchini þróaði tækni til að kenna blindum að dansa í gegnum snertingu og hefur kennt yfir 300 manns með þessari tækni. Við sem sjáum notum snertinguna einnig mikið þegar við erum að dansa. Snertispuni er vinsæll í dag til þess að búa til efni fyrir dansverk og er hann gerður í gengum snertingu við annan dansara. Þeir sem eru góðir í snertispuna geta bæði fylgt hinum dansaranum með einungis snertiskyninu og leitt hinn dansarann áfram. Þeir hlusta á hvorn annan í gengum snertiskynið svipað og blindir þurfa að gera dagsdaglega og þegar þeir læra að dansa.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerðin Berglind Loka loka skil.pdf326.32 kBLokaður til...30.04.2133HeildartextiPDF
Ekki er allt sem sýnist forsíða.pdf71.14 kBLokaður til...30.04.2133ForsíðaPDF