is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15542

Titill: 
  • Tónlistarheimur barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tónlist er stór og mikilvægur þáttur í lífi fólks, bæði sem skemmtun og líka við hátíðlegar athafnir. Flestir hlusta á hana og hafa skoðanir á henni. Það er samt mikill vandi að kenna tónlist og þá sérstaklega á hljóðfæri. Einkakennslan hefur verið gagnrýnd fyrir að vera stöðnuð og of einhæf. Lagavalið þykir eingöngu hæfa takmörkuðum hóp nemenda en fæli alla aðra í burtu. Einnig vantar að lagavalið tengist tónlistarþekkingu barna. Rannsóknir sýna að börn tengja tónlist heima við skemmtun en tónlist í skóla við vinnu. Það er nauðsynlegt að leyfa börnunum að spila lög sem þau þekkja og tengja við. Börn eiga að fá að tjá sig um það sem þeim viðkemur.
    Í fyrsta kafla fjalla ég um hvaða þættir í samfélaginu móta tónlistarsmekk barna. Einnig fjalla ég almennt um tónlistarkennslu og þá þætti sem skipta mestu máli til að kennslan verði sem arðbærust. Þá verður fjallað sérstaklega um áhuga barna og hvernig það hefur áhrif á virkni þeirra. Í öðrum kafla verður fjallað um niðurstöðu viðtala sem ég gerði á 10 ára börnum. Fyrst kemur kafli um hvaðan og hvar þau hlusta á tónlist og svo verður fjallað um þá tónlist sem er vinsælust meðal þeirra. Að lokum verður fjallað um kunnáttu þeirra á hljóðfæri. Í þriðja kafla verður fjallað um álit kennara á tónlistarkennslu og hvort að það eigi að nýta sér lögin sem börnin hafa áhuga á í hljóðfærakennslu. Einnig verður komið inn á álit þeirra á þeim nótnabókum sem eru til fyrir byrjendur og hvort að það þurfi að bæta við það.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1. Hrafnhildur H, lokaritgerð.pdf599.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna