is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15543

Titill: 
 • Þegar skynjun leiðir til sköpunar : samskynjun sem tónsmíðaaðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samskynjun (e. synesthesia) lýsir ástandi þar sem örvun eins skynfæris veldur tvenns konar skynreynslu. Í þessari ritgerð er gert grein fyrir því hvað samskynjun er, þá aðallega í tengslum við tónlist. Getur samskynjun nýst sem tónsmíðaaðferð? Ef svo er, þá hvernig? Hvaða þættir þurfa að vera til staðar við notkun slíkrar aðferðar?
  Samskynjun á sér fjölmargar birtingarmyndir en innan tónlistar virðist litatengd samskynjun vera algengasta tegundin með yfirburðum, hvort sem það á við um tengsl lita við tóna, hljóma, tóntegundir, eða einfaldlega bókstafi eða tölur. Greta Berman heldur því fram að ekki sé hægt að nýta samskynjun sem neins konar aðferð eða tækni. Samskynjun sé, rétt eins og hefðbundin skynjun, meðfædd og því að minnsta kosti ekki hægt að nota hana meðvitað sem eins konar aðferð.
  Ég notaði samskynjun mína sem tónsmíðaaðferð við gerð strengjakvartettsins míns Fimm fugla, fjögurra fingra. Ég málaði mynd af litunum sem ég sá í huga mér, áferð þeirra og blæ, á blað. Myndin var þannig skrásetning á hugmyndinni; því sem ég heyrði, sá og fann fyrir í upphafi ferils tónsmíðarinnar. Þegar kom að því að rita verkið á nótnaform gegndi myndin hlutverki forskriftar og var tónmálið meðal annars skrásetning á henni.
  Það er hægt að nota samskynjun sem tónsmíðaaðferð ef meðvitund skynjunar er til staðar. Engin ein leið stuðlar að slíkri meðvitund en ef til vill reynist það samskynjanda auðveldara að komast til meðvitundar um eigin samskynjun þar sem hún er tvöföld, ekki einföld eins og hefðbundin skynjun. Viðkomandi setur spurningarmerki við þessa óhefðbundnu tvöföldun og er því meðvitaðari um hana en ella.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Bára Gísladóttir_merged.pdf7.46 MBLokaðurHeildartextiPDF