is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15544

Titill: 
 • Reynsla, iðja og heilsa einstæðra mæðra. Tengsl áfallasögu við félagslegar aðstæður og heilsufar
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif áfallasögu á heilsufar, líðan, hegðun og félagslegar aðstæður einstæðra mæðra sem leita til sveitarfélagsins eftir fjárhagsaðstoð. Einnig var tilgangurinn að kanna hvort munur væri milli einstæðra mæðra sem fá fjárhagsaðstoð sveitarfélags og einstæðra mæðra er stunda nám og störf. Þátttakendur í rannsóknarhóp voru 19 konur á aldrinum 18 til 37 ára og 9 konur í samanburðarhóp á sama aldri. Rannsóknaraðferðin er megindleg. Þáttakendur svöruðu sjálfsmatslistunum: Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA) fyrir aldurinn 18 – 59 ára, ásamt Post Traumatic Diagnostic Scale (PDS) sjálfsmatslistanum sem metur áfallastreitueinkenni. Gagnaöflun fór fram í ágúst – september árið 2011. Helstu niðurstöður voru þær að 52,6 % mæðra í rannsóknarhóp greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri snertingu innan við 18 ára aldurinn og 44,4% mæðra í samanburðarhóp greindu frá sömu reynslu. 72,7% mæðra í rannsóknarhóp sýndu merki um áfallastreituröskun og 80% mæðra í samanburðarhóp sýndu sömuleiðis merki um áfallastreituröskun. Líkamleg heilsa, kvíði og depurð var sýnu verri hjá rannsóknarhópnum, sem að auki sýndi merki um erfiðleika með athygli og einbeitingu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að meirihluti mæðra sem leita eftir fjárhagsstuðningi sveitarfélaga búi yfir mikilli áfallasögu sem að öllum líkindum hefur áhrif á heilsufar, líðan og hegðun þeirra. Niðurstöður þess efnis að mæður í samanburðarhóp sýndu mikil merki um áfallastreituröskun kom á óvart. Ekki hefur áður verið framkvæmd rannsókn á heilsufari, líðan og hegðun einstæðra mæðra er njóta fjárhagsstuðnings sveitarfélags og nýtast þessar niðurstöður vonandi til að kortleggja betur þarfir þeirra og mæta þeim með viðeigandi úrræðum.
  Efnisorð: Einstæðar mæður, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, áfallastreita, heilsufar og félagslegar aðstæður.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to assess the influence of trauma history on health, wellbeing, behavior and social status among income-assisted single mothers. Further more assess if there is a difference between income–assisted single mothers and single mothers who are working or studying. Participants in the research group were 19 single mothers aged 18-37 and 9 single mothers, same age, within the comparison group. The design of the study is quantitative. The quantitative methods will build on the use of two validated questionnaires that measure posttraumatic stress disorder, adaptive skills, activities of daily living and health. The administration was carried out in August–September 2011. Key results were that 52,6 % of mothers in the research group described being touched sexually before the age of 18 and 44,4% of the mothers within the comparison group described the same experience. 72,7% of mothers within the research group showed signs of Post Traumatic Stress Disorder (PTSD) and 80% of the mothers within the comparison group showed sign of PTSD. Somatic health was poorer within the research group and they showed signs of anxiety and depression as well as attention problems. The study results indicate that the majority of mothers who seek income-assistance are dealing with various trauma histories that influence their health, wellbeing, behavior and social status. Results regarding the PTSD within the comparison group were surprising. No Icelandic research is available on the health of single mothers. This research will hopefully be used to assess and meet the group´s future needs with appropriate methods.
  Keywords: Single mothers, recipients of social assistance, posttraumatic stress disorder, health and social circumstances.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín EinardóttirMPHritgerð.pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna