is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15545

Titill: 
 • Vernd Maríu : áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á The Protecting Veil
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er tekið fyrir eitt af stóru tónverkum tónskáldsins Sir John Tavener. Verkið er fyrir einleiksselló og strengjasveit og heitir The Protecting Veil. Rannsóknin beinist að því að leita svara við þeirri spurningu hvernig hefðir og áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar birtast í verkinu. Það er farið sögulega yfir líf tónskáldsins og tekin fyrir tónverk, atburðir og hugmyndir sem höfðu áhrif á þróun hans sem trúartónskálds. Skoðað er hvers vegna að hann snéri baki við kaþólsku kirkjunni og snérist til rétttrúnaðar kirkjunnar. Einnig er farið í aðdraganda verksins og skoðað af hverju hann valdi að byggja það upp eins og hann gerði.
  Í meginrannsókn ritgerðarinnar er farið vandlega yfir og kafað djúpt í verkið The Protecting Veil. Farið er skilmerkilega yfir heildarform verksins og það skilgreint út frá tónefni, tónstigum og farið yfir samhverfur í tónmáli og efnistökum. Ýmis mikilvæg hugtök eru kynnt og gerð tilraun til að útskýra í hvað tónskáldið er að vísa á ákveðnum stöðum. Hugmyndin um tónlistaríkon er kynnt og farið lauslega í það hvernig John Tavener hafi hugsanlega nýtt sér íkonagrafíska hugsun við tónsmíðar verksins.
  Niðurstöðurnar leiða í ljós að áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru ótrúlega sterk og skýr í verkinu. Heildarformið er augljóslega tengt hátíðum kirkjunnar og flestar laglínur eiga uppruna sinn að rekja til fornra rússneskra eða býsanskra messusöngva. Einnig eru dregnar ályktanir um notkun Taveners á íkonagrafíu í verkinu, hvernig hann túlkar hreinleika og tærleika íkona í tónlist sinni. Hvernig hann túlkar það fínlega og næma í Maríu með því að beita moll litnum þegar farið er inn á persónulegt svið Maríu og bjölluhljómarnir séu meðal annars klár vísun í messuhald rétttrúnaðarkirkjunnar.
  Eftir að hafa kafað djúpt í svona verk, vakna upp mikilvægar spurningar. Hvað vil ég segja með tónlist minni? Hverju hef ég að miðla? Hver er tilgangurinn með tónlist minni? Og þetta eru ofsalega stórar spurningar. En það er einmitt málið að maður kemst að því að ritgerðin var kannski helst til að þroska mann.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A ritgerdin med vidauka.pdf4.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna