is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15549

Titill: 
  • Frásagnir í tónum : hvernig er viðfangsefnum íslenskra hermiverka skilað til áheyrandans?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru tekin fyrir hermiverk sex íslenskra tónskálda frá mismunandi tímum og skoðað með hvaða hætti viðfangsefnum þeirra er skilað til áheyrandans. Í inngangi er hugtakið hermitónlist útskýrt stuttlega og fjallað um sögu þess. Talað er um andstæðu þess, „hreina“ tónlist, og hvernig fólk hafði skiptar skoðanir um hugtökin. Tekin eru örfá dæmi um þekkt hermiverk vestrænna tónskálda. Tónlistarlíf Íslendinga tók ekki að blómstra fyrr en seint á 19. öld og af þeim sökum eru tónskáldin í ritgerðinni öll frá 20. öldinni. Þau eru á breiðu kynslóðabili en Jón Leifs (1899-1968) er þar elstur, þá Jón Nordal (1926), Áskell Másson (1953), Snorri Sigfús Birgisson (1954), Mist Þorkelsdóttir (1960) og yngst er Hafdís Bjarnadóttir (1977). Fjallað er stuttlega um bakgrunn og einkenni hvers tónskálds og í framhaldi er ítarleg umfjöllun um viðkomandi verk hverju sinni. Viðfangsefni verkanna eru fjölbreytt og gefa mismikla möguleika á nákvæmri frásögn. Sumum þeirra er fylgt eftir skref fyrir skref en önnur eru notuð til að gefa stemningu eða skapa andrúmsloft. Skoðað er hvernig umfjöllunarefnin eru tónsett og í lokin eru verkin borin saman og dregnar fram helstu aðferðir sem notaðar eru til lýsingar. Tekin eru dæmi úr ritgerðinni til skýringar á því hvernig tónskáldin nota aðferðirnar í verkum sínum.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin.pdf637.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna