Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15556
Það sem einu sinni var hámenning en er álitinn viðbjóður í dag!
„Hver verður tilgangur öskubakkans í framtíðinni?“ Reykingar hér á árum áður þóttu sýna að eitthvað var í manneskjuna spunnið sem reykti; þær settu hana jafnvel á hærra plan. Það skipti ekki máli í hvaða atvinnugrein hún var, það veitti ákveðinn virðingarsess og benti jafnvel til trúverðugleika - svo lengi sem hún var karlkyns, allavega. Stríðshetjur, kvikmyndastjörnur, læknar og hönnuðir reyktu, svo dæmi séu nefnd. Þessum lífsstíl fylgdu tilheyrandi aukahlutir til að sinna þessari iðju og sá gripur sem varð hvað mest áberandi var öskubakkinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-yfirlesið.pdf | 1,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |