is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15558

Titill: 
  • Birtingarmynd menningararfs í íslenskri hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um vöruhönnun á Íslandi og leitast eftir að svara því hvers vegna birtingarmynd menningararfsins er svo sterk í íslenskri hönnun. Vöruhönnun er ung að árum hér á landi, en byrjað var að kenna fagið við Listaháskóla Íslands árið 2000. Segja má að eftir það hafi vöruhönnun orðið til sem fag á Íslandi, en áður fyrr einskorðaðist hönnun aðallega við húsgagnahönnun og voru stólar þá mest áberandi. Sérstaða skapast gjarnan þegar fólk er í sama umhverfi en í Listaháskólanum hefur verið lögð áhersla á að nemendur þekki menningararfleiðina, söguna og upprunann. Síðustu ár hefur sú þróun átt sér stað að íslenskir hönnuðir sækja sífellt meira í menningararfinn í hönnun sinni, en eins og staðan er í dag er nánast undantekning ef íslensk hönnun hefur ekki sterka skírskotun í sagnaarf Íslendinga eða náttúruna. Það er að mörgu leyti nærtækt að leita í þjóðararfinn og virðist fylgja aukinni hnattvæðingu, en eftir því sem heimurinn opnast þá skapast ákveðinn hætta við að sérkenni tapast. Fólk leitar því aftur til fortíðar og til þess sem einkennir okkur sem hóp. Áhrif, skoðanir og viðmót hefur einnig áhrif. En hugmyndir hönnuða miðla ákveðnum tíðaranda og heimsmynd með hönnun sinni. Áhrif hönnuðar eru því mikil, víðtæk og langvarandi. Ekki er aðeins um speglun að ræða heldur mótun, m.a. á ímynd Íslands. Ímyndin og sjálfsmyndin eru byggðar á lýsingum á eiginleikum lands og þjóðar og menningararfleið og reynum við að miðla því í hönnun okkar. Það er hugmyndum um hið tæra, óspillta og einstaka. Eða hvað? Er þetta ekki bara klisja sem við skýlum okkur á bakvið og menningararfurinn í raun markaðstól til að gera fortíðina að söluvöru?

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A_ritgerð_ÓRS.pdf589.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna