en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15559

Title: 
 • Title is in Icelandic Barnaleikföng : kynhlutverk og sköpunarkraftur
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er hönnun barnaleikfanga skoðuð út frá jafnréttissjónarmiðum og þeim möguleika á þroska og leik sem þau veita börnum. Stiklað er á stóru í sögu leikfangagerðar, frá upphafi og fram til dagsins í dag. Leikföngin frá Lego verða þá skoðuð sérstaklega, og spurt hvort kynbundin viðmið hafi fylgt leikfangaframleiðslu fyrirtækisins í upphafi og hvernig staðan er í dag. Leitast er við að svara því hvort hönnun barnaleikfanga geti ýtt undir kynjamisrétti síðar á ævinni og hvort hönnuðir geti þá einnig spornað við slíku misrétti með framsetningu sinni – með ókynbundinni hönnun sem eflir þroska barnanna, hvort sem þau eru stúlkur eða drengir.
  Leitast er við að svara ofangreindum spurningum með hjálp mynda og dæma úr leikfangaverslunum, sölubæklingum, fræðitextum og athugun á meginreglum leikskólanna íslensku er kemur að leikfangavali. Hjallastefnan er þá sérstaklega skoðuð og niðurstöður spurningalista sem höfundur sendi út til ólíkra leikskóla kynntar. Undir lokin er það helsta sem kom út úr rannsóknunum höfundar á efninu tekið saman ásamt lokaniðurstöðu.

  Svo virðist vera að leikföng hafi, þar til á miðri tuttugustu öld, verið mun ókynbundnari en síðar varð raunin. Fyrir ekki svo löngu voru sömu litir og form notuð fyrir bæði stúlkur og drengi. Með alþjóðlegri fjöldaframleiðslu á leikföngum fóru framleiðslufyrirtækin hins vegar sjálf að búa til meiri eftirspurn og frekari markaðstækifæri með kynskiptari leikföngum. Afleiðingarnar voru þær að stúlkurnar voru smátt og smátt gerðar óvirkari í leik sínum. Drengirnir fengu hins vegar meira krefjandi og hvetjandi leikföng til að skoða og handleika.

  Leikskólar virðast að mestu leyti halda kynbundnum leikföngum frá börnum. Þar leitar starfsfólk helst eftir þroskandi og eflandi leikföngum og reyna þannig að vinna samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla sem kveður meðal annars á um að efniviður leikskólanna eigi að vera margbreytilegur, örvandi, aðgengilegur og ýta undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barnanna.

  Með einhæfri og fyrirframgefinni virkni leikfanga drögum við úr tækifæri barnanna til að nota eigið ímyndunarafl. Niðurstaða rannsóknarinnar er því að svo sannarlega geta leikföng sett fordæmisgefandi viðmið fyrir börnin. Með vandaðri framsetningu auglýsinga og breyttum áherslum er vel hægt að hanna og framleiða leikföng sem ætluð eru báðum kynjum um leið og þau hafa þroskandi áhrif á börnin. Þar geta hönnuðir svo sannarlega breytt áherslu, og þar af leiðandi staðalímyndum. Á núverandi ástandi tapa stúlkurnar.

Accepted: 
 • Jun 5, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15559


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Final-ritgerd.pdf799.39 kBOpenHeildartextiPDFView/Open