is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15560

Titill: 
 • Samhengi milli þunga og brjóstummáls íslenskra nautgripa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þunga nautgripa er mikilvægt að vita til að hægt sé að gera nákvæmar fóðuráætlanir, áætla nýtingu fóðurs, ákveða stærð lyfjaskammta og sem mat á heilsufari gripanna. Erlendis er notast við ýmis skrokkmál, t.d. brjóstummál, hæð á herðar, breidd mala og skrokklengd, til að áætla þunga nautgripa þar sem stórgripavigt er ekki alltaf tiltæk. Af þessum skrokkmálum hefur reynst farsælast að notast við brjóstummál.
  Meginmarkmið núverandi rannsóknar er að finna samband milli brjóstummáls og þunga íslenskra nautgripa og útbúa jöfnu út frá því sambandi fyrir íslenska kúabændur, sem er bæði einföld og þægileg í notkun. Æskilegt væri að í framhaldi af því yrði búið til málband út frá jöfnunni, sem sýnir þunga út frá brjóstummáli.
  Mældur var þungi og brjóstummál 250 íslenskra nautgripa, allt kvendýr, á aldrinum eins mánaða til rúmlega níu ára. Þungi gripanna var mældur á stórgripavigt og notast var við málband til að mæla brjóstummál.
  Út frá Pearson fylgni-prófi kom í ljós að sterk fylgni reyndist vera á milli þunga og brjóstummáls íslenskra nautgripa í núverandi rannsókn, auk þess sem aðhvarfsgreining með línulegu aðhvarfi sýndi fram á að brjóstummál skýrir 67,1% - 97,1% af breytileika í þunga gripa, eftir því hvort um ræðir eldri kýr, kýr á fyrsta mjaltaskeiði eða óbornar kvígur. Jöfnur voru búnar til út frá aðhvarfsgreiningu með línulegu aðhvarfi, til að áætla þunga íslenskra nautgripa. Eru þær reiknaðar út frá brjóstummáli grips, aldri hans og aldri fangs. Sérstök jafna var búin til fyrir hvert aldursskeið fyrir sig (óbornar kvígur, kýr á fyrsta mjaltaskeiði, eldri kýr), auk þess sem búin var til jafna fyrir alla gripi óháð aldursskeiðum.
  Jöfnurnar sem búnar voru til út frá núverandi rannsókn gefa ágætt mat á þunga íslenskra nautgripa, og virðist það því raunhæfur möguleiki að síðar meir verði búið til málband fyrir íslenska kúakynið, sem áætlar þunga út frá brjóstummáli.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Ragnhildur_Anna_Ragnarsdottir.pdf812 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna