Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15563
Stefán Aðalsteinsson sýndi fyrst fram á að munur væri á frjósemi milli mislitra og hvítra áa í doktorsritgerð sinni árið 1970. Síðan eru liðin rúm 40 ár og hefur margt breyst í íslenskri sauðfjárrækt. Aðbúnaður og fóðrun hafa batnað til muna og hefur stofninn tekið miklum framförum með kynbótum. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort þessi munur á frjósemi milli mislitra og hvíta áa sé enn til staðar, hversu mikill hann er og hvort arfblendnar ær skeri sig frá hinum hópunum tveimur.
Notast var við gagnasafn frá Bændasamtökum Íslands og ærnar flokkaðar í þrjá arfgerðarflokka út frá upplýsingum um lit foreldra og afkvæma þeirra. Voru ærnar flokkaðar í mislitar, arfblendnar hvítar og arfhreinar hvítar. Eftir hreinsun gagnasafnsins taldi það 3676 ær. Þar af voru 874 mislitar, 710 arfblendnar og 2092 arfhreinar hvítar.
Niðurstöður staðfestu mun á frjósemi milli mislitra og hvítra áa. Munur á milli mislitra áa og arfhreinna hvítra var 0,12 lömb eftir ána að meðaltali. Ekki var marktækur munur á arfblendnum hvítum ám og mislitum ám. Munurinn er 0,09 lömb eftir á með lambi og þar eru arfblendnar ær ekki marktækt frábrugðnar arfhreinum hvítum ám. Þessi frjósemismunur kemur annars vegar fram í því að arfhreinar hvítar ær eru marktækt oftar geldar en arfblendnar ær og mislitar. Mislitar ær eru svo marktækt oftar fleirlembdar heldur en arfblendnar hvítar ær og arfhreinar hvítar ær. Awh genið, sem veldur hvítum lit, hefur því bæði áhrif á fanghlutfall og lambafjölda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_BS_Gudrun_Eik_Skuladottir.pdf | 578,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |