is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15565

Titill: 
 • Áhrif snoðrúnings á þrif og afurðasemi eldri áa.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Talsverðar rannsóknir hafa farið fram á áhrifum rúnings á ær víða um heim. Á Íslandi hafa þær rannsóknir einskorðast við áhrif vetrar og haustrúnings en ekki hafa áður verið skoðuð áhrif snoðrúnings en þó er óhjákvæmilegt að sleppa við snoðrúning eigi ullargæði að haldast fyrsta flokks.
  Markmið þessa verkefnis voru að athuga hvort snoðrúningur hefði áhrif á þrif eldri áa og þ.a.l. hvort áhrif væru á afurðarsemi þeirra.
  Rannsóknin var gerð á bænum Víðidalstungu 1 í Húnaþingi vestra sem stóð frá mars 2012 til október sama ár. Rannsóknin fór þannig fram að ám á aldrinum 3-7 vetra var skipt í tvo jafna meðferðarhópa eftir þyngd í mars og kynbótamati fyrir mjólkurlagni. Annar hópurinn var haustrúinn en hinn hópurinn bæði haust og snoðrúinn. Skráður var niður fæðingarþungi allra lamba og sömuleiðis þyngd þeirra við fjallflutning í júní og haustþungi á fæti. Ærnar voru einnig vigtaðar í mars og aftur í október að mjaltaskeiði loknu.
  Helstu niðurstöður voru þær að ekki var marktækur munur milli meðferðarhópa þegar gögn voru tekin saman og má segja að nánast enginn munur hafi verið þegar litið var yfir alla árganga í einu lagi. Þegar hver og einn árgangur mæðranna var skoðaður fyrir sig kom í ljós athyglisvert munstur þrátt fyrir ómarktækni. Rúnar ær á aldrinum 3-4 vetra báru þyngri lömbum en viðmiðunarhópurinn og héldust þau þyngri alveg fram á haustið. Þegar ærnar urðu 5 vetra snerust niðurstöður við og órúnar ær báru þyngri lömbum og skiluðu þeim þyngri um haustið. Mestu munaði milli meðferðarhópa um 1,8 kg sem gerir 3,6 kg í lifandi þyngd lamba eftir ánna.
  Ekki er marktækur munur á því hve mikið ærnar léttust yfir mjaltaskeiðið eftir meðferðarliðum og því ekki að sjá að annar hópurinn hafi haft það betra eða verra yfir sumartímann.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Gudfinna_Lara_Halfdanardottir.pdf371.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna