en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15568

Title: 
  • is „Þar sem ægir saman alls kyns lýð í erg og gríð.“ Sveitaböll fyrr og síðar
Submitted: 
  • June 2013
Abstract: 
  • is

    Þessi ritgerð fjallar um fyrirbærið sveitaball, í öllu sínu veldi. Sveitaböll eru eitt af einkennum íslenskrar menningar, en enginn þótti maður með mönnum nema hafa farið á alvöru sveitaball. Sveitaböllin eiga sér dulda sögu en ekki virðast vera til heimildarskrif um þetta rótgróna menningarfyrirbæri. Í þessari ritgerð er tekist á við að skilgreina hvers konar tilgang og virkni sveitaböll hafa haft, sem og hvaða hlutverki tónlistarmenn hafa þjónað á þeim vettvangi. Þá skoða ég einnig sögu rokksins á Íslandi í tengslum við blómatíma sveitaballa og hnignun þeirra, með þeim tilgangi að kanna, hvort sveitaböll séu fyrirbæri, sem búa yfir þokka nostalgíunnar og séu í dag hreinlega útdauð í einni eða annarri mynd. Auk þess reyni ég að skilgreina uppruna sveitaballa með því að skoða aðrar hátíðir Íslendinga í gegnum aldirnar. Til þess að svara rannsóknarspurningum mínum, nota ég t.d. helstu kenningar hátíðarfræða, hvað varðar karnival og manndómsvígslur og sýni með því fram á virkni og tilgang sveitaballa, sem innlimunar- og umbreytingarhelgisið ungmenna á Íslandi. Hlutverk tónlistarmanna skoða ég í kynjafræðilegu ljósi og loks fjalla ég um sveitaböll frá sjónarhorni heimildamanna minna.
    Ritgerðin skiptist í sex kafla en inngangurinn er fyrsti kaflinn. Annar kaflinn er útskýring mín og umfjöllun þeirra helstu kenninga, sem eiga við fyrirbærið og fjalla ég svo stuttlega um hinn sögulegan bakrunn hátíðarhalda á Íslandi. Í þriðja kafla er stikklað á stóru hvað varðar sjálfa rannsóknina, viðtölin og viðmælendur mína. Í fjórða kafla fjalla ég um sögu rokks og dægurmenningar á Íslandi en sögu sveitaballa má skoða samhliða þeim menningaráhrifum, sem komu í kjölfar rokksins og með komu og aðsetri Bandaríkjahers hér á landi. Í fimmta kafla greinir frá upplifun heimildarmanna minna af sveitaböllum, og hugmyndum þeirra um hnignun sveitaballsins. Í sjötta kafla er gerð samantekt og fjallað um sveitaböll í ljósi þeirrar rannsóknar sem þessi ritgerð byggist á. Í lokaorðum þessarar ritgerðar er stikklað á stóru í samantekt og eru niðurstöður þeirrar rannsóknar birtar. Þar kemur fram að löngun í ósvikið sveitaball er fortíðarþrá, en sveitaböll hafa breyst með tímanum og samfélaginu. Tónlistin spilar einnig stóran þátt í karnivalinu, sem sameinar fólkið og skapar jöfnuð meðal þess, í allt öðrum heimi eða tímaramma, sem sveitaballið býður upp á. Þetta menningarfyrirbæri sem var og hét, gaf unglingum nýja félagslega stöðu og almenningi frí frá hversdagsleikanum, á meðan guðir stuðsins uppfylltu langanir þeirra og þarfir fyrir tónlist og skemmtun.

Accepted: 
  • Jun 5, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15568


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Rebekka Blöndal - BA - Sveitaböll.pdf514.43 kBOpenHeildartextiPDFView/Open