Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15578
Ísland hefur á undanförnum árum sannað gildi sitt sem vinsælt ferðamannaland. Sprottið hafa upp ferðamannastaðir víðsvegar um landið sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu og mismunandi upplifun. Borðeyri í Hrútafirði hefur ekki alveg farið varhluta af þessari uppsveiflu í ferðaþjónustu, m.a. hefur verið komið upp gistiheimili þar á síðustu árum.
Markmið þessa verkefnis er að gera Borðeyri að áhugaverðum ferðamannastað í Hrútafirði. Dregin eru fram þau atriði sem mikilvæg þykja við uppbyggingu góðs ferðamannastaðar og skoðað er hvernig skipulagðar ferðamannaleiðir geta haft áhrif á ferðavenjur fólks.
Til að koma auga á þau tækifæri sem felast í manngerðum og umhverfislegum staðarháttum á Borðeyri, fer fram ítarleg greiningarvinna en hún er lykillinn í góðum undirbúningi. Með því að draga saman niðurstöður greininganna er hægt að komast að því hver sérstaða staðarins er og markmiðið er að efla hana.
Í lokin er lögð fram hönnunartillaga fyrir Borðeyri sem byggð er á greiningarvinnunni og þeim hönnunarforsendum sem kynntar hafa verið. Með tillögunni er leitast við að skapa aðlaðandi umhverfi sem veitir sérstaka upplifun. Þannig má auka aðdráttarafl Borðeyrar sem ferðamannastaðar á sama tíma og lífsgæði íbúa eru bætt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_BS_Aron_Stefan_Olafsson.pdf | 25,88 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Grunnmynd_A3_Aron.pdf | 19,36 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |