is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15579

Titill: 
  • Undirbúningur að stöðlun á WASI fyrir fullorðna á aldrinum 17-64 ára: Landsbyggðarúrtak
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslensk gerð WASI (Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence) var lögð fyrir 241 þátttakendur á aldrinum 17 til 64 ára búsetta á landsbyggðinni og voru flestir þátttakendur starfsmenn fyrirtækja og stofnanna. Meðalaldur var 40,5 ár og staðalfrávik 13,9 ár. Kynjaskipting var nokkuð jöfn, karlar voru 49% og konur 51%. Helstu niðurstöður voru þær að þáttabygging bandarískar útgáfu prófsins hélt sér hér á landi. Undirprófin Orðskilningur og Líkingar hlóðu á munnlegan þátt og undirprófin Rökþrautir og Litafletir á verklegan þátt. Helmingunaráreiðanleiki allra undirprófa var viðunandi en lægri en í bandarískri útgáfu prófsins. Við samanburð þyngdarröðunar undirprófa var ekki hægt að bera undirprófið Orðskilningur saman við bandarísku útgáfuna þar sem mörg atriða þess undirprófs voru staðfærð við þýðingu þess og prófið lengt. Komið var með hugmynd að því að stytta það undirpróf um sjö orð. Samanburður á þyngdarröðun undirprófanna Rökþrautir, Litafletir og Líkingar sýndi að atriði allra prófa færðust til miðað við bandaríska útgáfu prófsins, minnst á Litaflötum og mest á Rökþrautum. Þyngdarröðun allra undirprófa var borin saman við íslenska fyrirlagnarröð. Flest atriði færðust til á Rökþrautum og fæst á Litaflötum. Stoppreglur undirprófa voru athugaðar og virðast bandarísk viðmið eiga þar ágætlega við. Þegar bandarísk norm voru notuð við túlkun á niðurstöðu munnlegrar- og verklegrar greindartölu þá ofmat íslensk gerð WASI verklega greind fólks í úrtakinu en vanmat munnlega greind.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
prentun.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna