is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1558

Titill: 
  • Ráðið í hlutverkin : rannsókn á sjálfræði fólks með þroskahömlun í búsetuþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ráðið í hlutverkin er lokaritgerð undirritaðs til B.A. -prófs í þroskaþjálfafræðum og fjallar um sjálfræði fólks með þroskahömlun í búsetuþjónustu. Ritgerðin byggir á fræðilegum heimildum og rannsókn sem ég vann á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex þroskaþjálfa í stjórnunarstöðum og tvo íbúa en síðarnefndu viðtölin voru afrakstur samvinnu okkar Auðuns Gunnarssonar, nemanda í starfstengdu diplómunámi við Kennaraháskóla Íslands. Markmiðið var að ráða í þau hlutverk sem fólk, bæði íbúar og starfsfólk, gegna í lífi sínu og annarra og er það niðurstaða rannsóknarinnar að íbúar sambýlanna njóti sjálfræðis innan ákveðins ramma. Það birtist til að mynda frekar í athöfnum en sjálfstæðri ákvarðanatöku auk þess að vera háð ýmsum ytri þáttum, sem gjarnan eru fylgifiskur þess að búa á (lítilli) stofnun.
    Í ritgerðinni er leitast við að rýna í aðstæður fólks með þroskahömlun út frá laga- og siðfræðilegum sjónarmiðum. Síðast en ekki síst eru niðurstöður rannsóknarinnar settar í samhengi við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun til að brúa bilið á milli orða annars vegar og athafna hins vegar. Þó umræðan um sjálfræði íbúa í búsetuþjónustu sé virk leynast gryfjurnar víða þegar fólk fetar hina fínu línu á milli stuðnings og stjórnunar.
    Lykilorð: Fötlun, þroskahömlun, þjónusta, búseta, sjálfræði, lífsgæði, mannréttindi, réttindagæsla, fötlunarrannsóknir, fötlunarfræði, siðfræði.

Athugasemdir: 
  • Þroskaþjálfabraut
Samþykkt: 
  • 3.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildarskjal.pdf442.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna