Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15581
Markmiðið verkefnisins er þríþætt; í fyrsta lagi að greina hvað felst í góðum miðbæ, í öðru lagi að greina stöðu, einkenni og eiginleika miðbæjar Kópavogs og í þriðja lagi að leita leiða til þess að styrkja og efla miðbæ Kópavogs svo íbúar bæjarins geti upplifað sannkallaða miðbæjarstemningu í mannvænu umhverfi.
Til að nálgast verkefnið voru rannsóknir danska prófessorsins og arkitektsins Jan Gehl skoðaðar. Staða svæðisins eins og hún er í dag var skoðuð og síðan var farið í greiningarvinnu þar sem lögð var áhersla á þætti sem bæta mannlíf miðbæjarins. Niðurstöður greiningar voru nýttar í tillögur að úrbótum á svæðinu.
Hönnunartillagan gerir ráð fyrir að styrkja almenningsrýmin sem fyrir eru á svæðinu og einnig er lögð fram tillaga að þéttingu byggðar. Lögð er áhersla á að auka vægi gangandi og hjólandi vegfarenda, draga úr vægi bifreiða innan miðbæjarins og skapa betri skilyrði fyrir fólk. Allar breytingar á svæðinu eiga að styrkja miðbæjarsvæðið og efla mannlíf miðbæjarins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_BS_Hronn_Valdimarsdottir.pdf | 69,87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |