Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15584
Náttúran er uppspretta fjölmargra lífvirkra efnasambanda og meira en þriðjungur þeirra lyfja sem nú eru í notkun eiga rætur sínar að rekja til náttúruefna. Á Íslandi er fjölbreytt flóra plantna, örvera og annarra lífvera sem eiga það sameiginlegt að þurfa oft á tíðum að lifa við erfiðar aðstæður. Hafið umhverfis Ísland er fullt af lífverum sem gætu innihaldið lífvirk náttúruefni. Mónócýtar eru hluti af ónæmiskerfinu, oft eru þær fyrstu frumurnar á staðinn þegar um sýkingu er að ræða. Ónæmiskerfið er lífsnauðsynlegt til þess að lífverur geti lifað í fjölbreyttu umhverfi þar sem fjölmarga sýkla eru að finna. Hins vegar getur ónæmiskerfið einnig snúist gegn okkur og gert okkur skaða með langvinnri bólgu sem leitt getur til bólgusjúkdóma og sjálfsofnæmi. Rannsóknir á efnum sem hafa áhrif á bólgusvörun mónócýta gætu verið liður í uppgötun lífvirkra efna sem hafa heilsubætandi áhrif og gætu nýst í lyfja- eða náttúruefnaframleiðslu. Í verkefninu var unnið með 34 úrdrætti úr sjávarhryggleysingjum sem valdir voru úr stóru safni úrdrátta sem framleiddir hafa verið af starfsfólki Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif úrdráttanna á boðefnaseytun THP-1 mónócýta. Styrkur bólguhemjandi boðefnisins IL-10 og bólguhvetjandi boðefnisins IL-12p40 í floti frumnanna var metinn með ELISA aðferð. Hlutfall IL-10 og IL-12p40 var notað til að meta hvort áhrif úrdráttar væru líkleg til að vera bólguhemjandi eða bólguhvetjandi. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna 47% úrdráttanna sýndi tilhneigingu til þess að hafa bólguhvetjandi áhrif og 41% þeirra hafði tilhneigingu til bólguhamlandi áhrifa. Þrír úrdrættir sýndu tilhneigingu til þess að hafa engin áhrif og áhrif eins úrdráttarins voru ekki mælanleg. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að í mörgum úrdráttanna geti verið að finna lífvirk efni með áhugaverða ónæmisfræðileg virkni og gefa tilefni til frekari rannsókna á þeim.
Nature is a source of many bioactive compounds and more than one-third of all medicine on the marked are derived from natural compounds. In Iceland there is a great diversity in plants, microorganisms and other organisms, that have to live in difficult circumstances. The ocean that surrounds Iceland is full of organisms that may contain bioactive substances. Monocytes are part of the immune system and they are usually the first cells to arrive at the site of an infection. The immune system is essential for living organism so they can survive in various environments where there is a great chance of getting infections. On the other hand, the immune system can turn against us with chronic inflammatory diseases and autoimmunity. Exploring compounds that have an effect on the immune response of THP-1 monocytes can be a part of a discovery of bioactive substances, which can have beneficial effects and can be used in drugs or herbal products. The objective of this project was to screen 34 extracts from marine invertebrates, which were collected from the coast of Iceland, for effects on THP-1 monocytes. Each extract was examined twice in one concentration, 100 g/ml. ELISA was used to determine the concentration of the cytokines, IL-10 and IL-12p40, in the supernatant from THP-1 monocytes. The results showed that 47% of the extracts had a tendency towards having pro-inflammatory effects and 41% of them had a tendency towards having an anti-inflammatory effect. Three extracts showed no effect on the cytokine secretion by THP-1 cells and the effects of one could not be measured. The results show that many of the extracts may contain bioactive compounds that may have useful immune modulating effects and a further study of these is warranted.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Linda Ben Ahrif urdratta ur sjavarlifverum a bolgusvorun monocyta (1) (1).pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |