Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15585
Á norður slóðum er algengt að láta hesta, tryppi sem fullorðna, ganga úti á veturna hvort sem þeir hafi aðgang að skýli eða ekki. Með frjálsum aðgangi að skýli er verið að stuðla að velferð hrossanna og leyfa þeim að fylgja þeirra náttúrulega atferli. Í þessari rannsókn var athugað hvort hrossin nýttu skýlið og hvernig þau nýttu það. Var það gert með myndavél og áhorfi, auk þess sem virðingaröðin var skoðuð innan hópsins. Notkun skýlisins yfir allan tímann var um 10% og skiptist það upp í 3% stöðu og 7% legu. Tími sólarhrings hafði marktæk áhrif á notkun skýlisins (p < 0,01). Hestarnir voru mest að nota skýlið seint á kvöldin og á næturnar en einnig aðeins um hádegið. Notkun hestanna á skýlinu til að liggja með tilliti til tíma er mjög marktæk ( p < 0,01) en virðist notkun hestanna með tilliti til stöðu einungis vera marktæk á milli 20.00 – 02.00 (p < 0,05). Þegar lofthiti var um frostmark þá var marktækt að 1 - 2 hestar lágu inni (p < 0,05). En þegar lofthitinn fór í um 6,5° C þá var marktækt að um 1 hestur stóð inni í skýlinu ( p < 0,01). Vindur virtist hafa marktæk áhrif á notkun skýlisins þegar vindhraðinn fór upp í 12 – 19 m/s en þá voru um 2 hestar í skýlinu (p < 0,01). Hestarnir eyddu mestum tíma í það að éta úr gjafagrindunum og standa. Niðurstaða þessarar rannsóknar er samhljóða erlendum rannsóknum þar sem könnuð var nýting hrossa á skjóli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_BS_Johanna_Bjorg_Johannsdottir.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |