Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15587
Þessi ritgerð greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem gerð var á reynslu og upplifun pólskra innflytjenda á Íslandi. Hún skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað
um fræðilegar stoðir sem rannsóknin byggði á og skiptist sú umræða í tvo kafla. Þær stoðir sem um ræðir eru þverþjóðleg samskipti og félagsleg tengslanet innflytjenda.
Sjónarhorn þverþjóðlegra samskipta færir blik greiningarinnar af aðlögun innflytjenda og að því hvernig margir innflytjendur lifa lífi sínu þvert á landamæri þjóða. Sjónarhorn félagslegra tengslaneta veitir fræðimönnum möguleika á að greina hvoru tveggja áhrif einstaklinga og áhrif ytri formgerðar á fólksflutninga og líf innflytjenda.
Í öðrum hluta ritgerðarinnar er aðferðafræði rannsóknarinnar tekin fyrir. Kaflarnir eru tveir. Í þeim fyrri er að finna fræðilega umfjöllun um vettvang mannfræðinnar. Er sú umræða dregin fram í ljósi þess að vettvangur rannsóknarinnar var ekki „hefðbundinn“ frá bæjardyrum mannfræðinnar séð. Síðari kaflinn lýsir aðferðum og framkvæmd rannsóknarinnar. Rannsóknin byggði á eigindlegri rannsóknarhefð og fellur undir etnógrafíska rannsókn að hætti mannfræðinnar.
Í þriðja og síðasta hluta ritgerðarinnar eru niðurstöður rannsóknarinnar reifaðar. Sá hluti skiptist í fimm kafla og fæst hver þeirra við ákveðið málefni. Þessi málefni eru flutningarnir til Íslands, félagsleg tengslanet viðmælenda, samfélag Pólverja á Íslandi, samskipti innflytjenda við heimaland sitt og lífið á Íslandi.
This thesis describes the research findings of a qualitative study conducted among Polish immigrants in Iceland. It has three main parts. The first one deals with the theoretical background of the study. This discussion is divided into two chapters: transnationalism and immigrant social networks. Transnationalism has shifted the analytical focus from immigrants’ assimilation to their transnational lifestyle and living across borders. Social networks have made it possible for researchers to discern the interplay of agency and structure in the lives of immigrants.
In the second part I discuss methodology. This part has two chapters. In the preceding chapter I discuss the position of the field in anthropology, seeing as my research field was not “traditional” from anthropological perspective. In the latter chapter I describe the methods used for gathering data. The study was grounded on qualitative research tradition and falls under the category of ethnography in the style of anthropology.
In the third part I describe my research findings. This part is divided into five chapters, each dealing with a certain topic that my analysis discerned. These topics are migration to Iceland, experience of immigrant social networks, Polish society in Iceland, participants’ transnational activities and the life in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð 2006.pdf | 782,49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |