is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1559

Titill: 
 • „Svona er lífið bara, það eru ekki allir eins“ : systkini barna með sérþarfir og Systkinasmiðjan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða þá þjónustu sem er fyrir hendi þegar kemur að systkinum barna með sérþarfir.
  Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort munur sé á þeim systkinum barna með sérþarfir sem hafa sótt Systkinasmiðjuna og þeim sem hafa ekki sótt hana. Einnig er tilgangur þessa verkefnis að leyfa rödd þessara systkina, sem stundum hafa verið kölluð týndu börnin, að heyrast.
  Skoðuð eru helstu lög og reglugerðir sem snúa að réttindum barna og hver úrræðin eru fyrir þau á landsvísu.
  Við tókum einnig saman niðurstöður könnunar sem við gerðum. Könnunin snérist um að taka viðtöl við nokkur systkini barna með sérþarfir til að fá þeirra sjónarhorn á það að alast upp með systkini með sérþarfir. Nöfnum viðmælenda hefur verið breytt af höfundum, enda fullum trúnaði heitið.
  Lykilorð: Systkini, fatlaðir, Systkinasmiðjan, fjölskyldur fatlaðra, systkini fatlaðra, sérþarfir.

Athugasemdir: 
 • Þroskaþjálfabraut
Samþykkt: 
 • 3.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svona er lífið bara, það eru ekki allir eins.pdf383.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna