is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15594

Titill: 
 • Tengsl streitustjórnunar eða slökunaræfingar við andlega líðan og reykingar hjá fólki með langvinna lungnateppu
 • Titill er á ensku The relationship between stress management or relaxation exercises and well being and smoking among people with COPD
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Langvinn lungateppa (LLT) er alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. Langvinn lungnateppa getur valdið alvarlegri fötlun, dauða og hefur í för með sér efnahags- og félagslega byrði fyrir samfélagið. Áætlað er að árið 2030 muni langvinn lungnateppa vera þriðja algengasta orsök dauðsfalla í heiminum. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikla tíðni kvíða og þunglyndis á meðal fólks með langvinna lungnateppu. Bent hefur verið á skort á heilsueflandi aðgerðum og árangursríkum meðferðum fyrir þennan hóp til að draga úr kvíða, þunglyndi og streitu. Rannsóknir á streitu og streitustjórnun eru takmarkaðar. Markmið þessara rannsóknar var að skoða áhrif streitustjórnunar eða slökunaræfinga á andlega líðan, einkum kvíða, þunglyndi og heilsutengd lífsgæði á meðal einstaklinga með langvinna lungnateppu.
  Aðferð: Þversniðsrannsókn byggð á rannsóknargögnum úr íhlutunarrannsókn á lungnasjúklingum: Efling heilbrigðis og sjálfsumönnunar hjá fólki með langvinna lungnateppu og fjölskyldum þeirra (N=100). Þátttakendur komu frá átta heilsugæslustöðvum á stór-Reykjavíkursvæðinu og frá sex lungnasérfræðingum í Læknasetrinu. Gögnum var safnað með spurningalista á tímabilinu júní 2010 til febrúar 2012. Alls hófu 119 einstaklingar þáttöku í rannsókninni og 100 luku þátttöku. Til að meta hvort einstaklingar með LLT nota streitustjórnun eða gera slökunaræfingar bjuggu rannsakendur til spurninguna: Hversu oft í síðustu viku gerðir þú eitthvað sérstakt til að stjórna streituáreitum eða gerðir slökunaræfingar? Til að meta mögulegan kvíða og þunglyndi var The Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) notaður. Heilsutengd lífsgæði voru metin með St. George Respiratory Questionnaire.
  Niðurstöður: Einstaklingar sem notuðu streitustjórnun eða gerðu slökunaræfingar voru marktækt kvíðnari (p=0,00) og þunglyndari (p=0,04) á kvarða HADS samanborið við þá sem ekki notuðu streitustjórnun eða gerðu slökunaræfingar. Einstaklingar sem notuðu streitustjórnun eða slökunar¬æfingar voru með marktækt meiri skerðingu á heilsutengdum lífsgæðum á St. George’s Respiratory Questionnaire (p=0,00) samanborið við þá sem ekki notuðu streitustjórnun eða gerðu slökunaræfingar. Ekki reyndist marktækur munur á einstaklingum sem notuðu streitustjórnun eða gerðu slökunaræfingar og þeim sem ekki gerðu það á því hvort þeir reyktu eða voru hættir að reykja.
  Ályktun: Vísbendingar eru um að það að gera eitthvað til að stjórna streitu eða gera slökunaræfingar tengist því hvernig fólk með langvinna lungnateppu metur heilsu sína, kvíða og þunglyndi. Þetta getur stafað af því að einstaklingar með verri andlega líðan finni ávinning af því að stjórna streitu eða gera slökunaræfingar, eins og lýst hefur verið í fræðigreinum. Þörf er á frekari rannsóknum á streitu og áhrifum streitustjórnunar og slökunar á kvíða, þunglyndi, heilsutengd lífsgæði og reykingar hjá fólki með langvinna lungnateppu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Chronic obstructive pulmonary disease (COPD) is a major health problem worldwide. COPD increases risk of serious chronic disability, death and results in economical- and social burden for the society. It has been predicted that in the year 2030 COPD will be the third leading cause of death worldwide. Previous studies have shown high prevalence of anxiety and depression among people with COPD. Lack of health promoting activities and beneficial interventions to decrease anxiety, depression and stress among people with COPD has been underlined. The aim of this study was to examine the effects of stress management or relaxation exercises on well being, expecially anxiety, depression and health related quality of life.
  Medhods: A cross-sectional study design, using baseline data from an interventional study on patients diagnosed with COPD: Partnership to enhance self-management of people diagnosed with chronic obstructive pulmonary disease and their families (N=100). The study population came from eight Health Clinics in Reykjavík and from six lung-specialists in Læknasetrið. Data was collected from june 2010 to february 2012. Alltogether 119 people started to participate in the research and 100 finished. To estimate if people with COPD used stress management or did relaxation exercises the researchers made the question: How often last week did you do something special to control stress or did relaxation exercises? To estimate possible anxiety or depression The Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) was used. To estimate health related quality of life the St. George Respiratory Questionnaire was used.
  Results: People who used stress management or did relaxation exercises had higher prevalence of anxiety (p=0,00) and depression (p=0,04) as measured by the HADS scale and higher mean score on the St. George‘s Respiratory Questionnaire on health related quality of life (p=0,00), compared to those who did nothing to control stress. No relationship was found between smoking and the use of stress management and relaxation exercises.
  Conclusion: Results indicate that there is a relationship between actions to control stress and undertake relaxation exercises and how people with COPD evaluate their health related quality of life, anxiety and depression. This can be due to the fact that those with lower psychological well-being find benefit from controlling stress and doing relaxation exercises, which has been described in the literature. Further studies on the effects of stress management and relaxation on anxiety, depression and health related quality of life are warranted.

Samþykkt: 
 • 6.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistari Kristín Rós.pdf2.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna