is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15598

Titill: 
  • Brúin milli tveggja heima. Um hlutverk trúar og kirkju meðal Vestur-Íslendinga
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Austur- Íslendingar tóku snemma að velta því fyrir sér hvers vegna trú- og kirkjumál urðu svo heitt málefni meðal landa þeirra í Vesturheimi sem raun bar vitni. Dæmi um þetta má til að mynda finna í fyrirlestri Einars Hjörleifssonar um Vestur-Íslendinga sem hann flutti í Reykjavík árið 1895. Í fyrirlestrinum fjallar Einar m.a. um það sem hann kallar „kirkjuþrefið hið vestra“. Hann lýsir upplifun sinni af trúarlegu andrúmslofti Vesturheims og bendir jafnframt á þrjár megin ástæður og orsakir fyrir deilunum. Í fyrsta lagi hina sterku mótspyrnu sem myndast hafi gegn kirkju og kristindómi í Vesturheimi, í öðru lagi hina mun víðtækari félagslegu þýðingu kirkjunnar ytra en t.d. á Íslandi. Loks bendir hann á hið mikilvæga hlutverk kirkju Vestur-Íslendinga sem öflugasta vörðinn fyrir íslenskt þjóðerni í nýja heiminum. Margt er hér eftirtektarvert, þó ekki síst, hvernig Einar leitast við að meta og skoða málin út frá amerísku samhengi en tilhneiging til hins íslenska sjónarhorns hefur að sumu leyti loðað við umfjöllun um gróskumikið og umhleypingasamt trúar- og kirkjulíf Vestur-Íslendinga. Ýktasta mynd þess í gegnum tíðina eru t.d. skýringar á borð við óvenjulega þrætugleði Íslendinga eða einhvers konar sérstakt íslenskt skapferli. Þótt vissulega geti þar falist sannleikskorn bendir margt til þess að skýringar séu að miklu leyti samofnar því kjarnlæga hlutverki sem trú og kirkja gegndi í aðlögun Vestur-Íslendinga að amerísku samfélagi. Í þessu erindi verður leitast við að varpa ljósi á það hlutverk.

Birtist í: 
  • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brúin milli tveggja heimal.pdf226.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna