is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15599

Titill: 
  • „Hysterian „liggur í landi.““ Nýjar hugmyndir um geðveiki ná til íslenskra lækna
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Í greininni verður rakið hvernig nýjar hugmyndir um hysteriu og höfðu áhrif á lækna og þá sem sáu um framkvæmd manntala eftir miðja 19. öld á Íslandi. Í manntölunum 1845 og 1850 var fyrst skylt að skrá geðveikt fólk. Í manntölunum 1855, 1860 og 1870 féll síðan sú skylda niður en var tekin upp aftur í manntölunum 1880, 1890, 1901 og 1910. Samt sem áður er áberandi að konum í hópi geðveikra fjölgar hlutfallslega í manntölum eftir 1880. Að sama skapi má sjá að á þessum árum eru margar konur í ársskýrslum héraðslækna taldar vera með hysteriu og hefur því hluti þeirra verið talin geðveikur í manntölum. Nýjar hugmyndir um hysteriu höfðu komið fram á meginlandi Evrópu á áttunda áratug 19. aldar og þótti sjúkdómurinn sérstaklega hrjá konur. Eftir að hugmyndir um neurastenthiu komu um og eftir aldamótin 1900 jafnaðist munurinn á milli kynjanna í íslenskum manntölum. Sjúkdómurinn var talinn hrjá bæði kynin og á þessum tíma voru karlmenn líka greindir með hysteriu. Þetta sýnir að íslenskir læknar fylgdust vel með þeim nýjungum í læknisfræði sem komu frá nágrannalöndunum.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper explores how new ideas on hysteria did affect doctors and those who did carry out censuses in Iceland in the late 19th century in Iceland. In the censuses from the years 1845 and 1850 it was for the first time compulsory to register insane people but in censuses from the years 1855, 1860 1870 the provision was withdrawn, then restored in the censuses in the years 1880, 1890, 1901 and 1910. The census from the year 1880 and onwards, majority of the insane, were female but before that, the ratio between the male and female was equal. According to annual reports from district doctors, the last two decades of the century, hysteria was common among women and the censuses verify most of these women were thought to be insane. It seems that icelandic doctors grasped at new „ideas on hysteria“ that took root in Europe but later on, as icelandic doctors became more and more acquainted with neurasthenia, the number of insane in the census from the year 1910 was more balanced. Both sexes were supposed to be afflicted by neurasthenia and now males also were believed to be sensitive to hysteria. These facts indicate how icelandic doctors tried to keep track of the latest discoveries in medicine in the neighbouring country and make use of them.

Birtist í: 
  • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hysterian.pdf234.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna