is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/156

Titill: 
  • Iðjuþjálfun í heilsugæslu á Íslandi : vannýtt þekking
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með breyttri samsetningu mannfjöldans og nýjum áherslum í heilbrigðiskerfinu hafa störf iðjuþjálfa færst frá hefðbundnum stofnunum og út í nærþjónustuna. Í lögum frá 1990 kemur fram að veita skuli þjónustu iðjuþjálfa á heilsugæslustöðvum eftir því sem við á. Það var þó ekki fyrr en 1997 sem því var hrint í framkvæmd og þá sem tilraunaverkefni í eitt ár. Í dag eru níu iðjuþjálfar starfandi í heilsugæslunni á Íslandi. Starfsemi þeirra hefur ekki verið rannsökuð fram að þessu og var það m.a. hvati til framkvæmdar þessarar rannsóknar. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um iðjuþjálfun í heilsugæslu á Íslandi, í því skyni voru tekin viðtöl við sex af áðurnefndum níu iðjuþjálfum. Rannsóknargagna var aflað með viðtölum við starfandi iðjuþjálfa og með úrvinnslu íslenskra og erlendra heimilda. Lítið hefur verið fjallað um starfsemi iðjuþjálfa innan heilsugæslunnar á opinberum vettvangi hér á landi og engar rannsóknir verið gerðar. Erlendis er heilsugæsla ekki með sama hætti og á Íslandi og þær erlendu rannsóknir sem stuðst er við eiga fyrst og fremst við um grunnþjónustu. Rannsóknarspurningin er „Hvernig er iðjuþjálfun í heilsugæslu á Íslandi?“ Gögnin voru greind eftir Líkaninu einstaklingur, iðja og umhverfi (PEO) og þemagreiningu. Niðurstöður leiddu í ljós að iðjuþjálfar í heilsugæslu á Íslandi eru að vinna fjölbreytt starf með ólíka markhópa. Allir vinna meira en stöðugildi þeirra segir til um og tími til að sinna starfinu eins og þeir helst vildu er af skornum skammti. Umhverfið stýrir að stóru leyti starfi iðjuþjálfanna, fjármagn er þar stór þáttur sem sníður starfi iðjuþjálfa þröngan stakk. Með rannsókn þessari fæst mynd af starfsemi iðjuþjálfa í heilsugæslu frá þeirra sjónarhorni.
    Lykilhugtök: Heilsugæslustöð, heilsugæsla.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
idjuthj.pdf815.6 kBOpinnIðjuþjálfun í heilsugæslu á Íslandi - heildPDFSkoða/Opna