en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1560

Title: 
 • is Að flytja úr foreldrahúsum : sjónarhorn mæðra
Abstract: 
 • is

  Ritgerð þessi byggist á niðurstöðum rannsóknar á upplifun mæðra á þessum tímamótum í lífi þeirra og sonar þeirra eða dóttur, á því að flytja úr foreldrahúsum. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórar mæður. Þær eiga það sameiginlegt að ekki eru liðin nema þrjú til fimm ár síðan að sonur þeirra eða dóttir fluttu að heiman. Viðtölin voru tekin upp á segulband og afrituð orðrétt. Þau voru svo greind í ákveðin þemu.
  Heimilda var aflað með lestri fræðilegra heimilda. Rannsóknargagna var aflað með hálf opnum viðtölum við þátttakendur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fræðsla og undirbúningur, bæði fyrir foreldrana og ungmennin skipta miklu máli á þessum tímamótum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að auka þurfi fræðslu bæði til foreldra og ungmenna og að einnig þurfi einhver undirbúningur að fara fram áður en ungmennið flytur að heiman.
  Lykilorð: Flytja að heiman.

Description: 
 • is Þroskaþjálfabraut
Accepted: 
 • Jul 3, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1560


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
360ra.pdf329.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open