is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15601

Titill: 
  • „Syng, frjálsa land, þinn frelsissöng.“
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (1881–1946), Hulda, fékk verðlaun fyrir kvæðið „Söngvar helgaðir þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944“. Það var frumflutt á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944. Kvæðið er þjóðernislegt og þar er lögð áhersla á frelsi og frelsisbaráttu þjóðarinnar: „Svo aldrei framar Íslands byggð/sé öðrum þjóðum háð.“ Hinn 18. júní hélt Íslendingafélagið Vísir í Chicago samkomu þar sem Paul J. Halldorson iðnrekandi (1883–1964) hélt ræðuna „Iceland’s Unique Destiny” (Einstök örlög Íslands) til að minnast lýðveldisstofunarinnar. Í ræðu sinni rakti Paul sögu Íslendinga og velti fyrir sér framtíð lýðveldisins frá bandarískum sjónarhóli. Jón Halldórsson (1838–1919), faðir Pauls, var einn af þeim Íslendingum sem fyrst fluttu til Bandaríkjanna. Hann fór 1872 til Milwaukee í Wisconsin og nam land í Nebraska 1874. Hann var vinur Benedikts Jónssonar á Auðnum (1846–1939), föður Unnar, og skrifuðust þeir á um langt árabil. Hér verða borin saman viðhorfin sem koma fram í hátíðarkvæði Huldu og ræðu Pauls – skoðanir heima og heiman.
    Lykilorð: Viðhorf Vestur-Íslendinga til heimalandsins, hugmyndir um frelsi Íslendinga

  • Útdráttur er á ensku

    Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (1881–1946), whose pen-name was “Hulda,” was awarded a prize for her poem Söngvar helgaðir þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944 (Songs Dedicated to Iceland’s National Day, 17 June 1944), which was recited for the first time on 17 June 1944, the day when the modern Republic of Iceland was ceremonially founded at Þingvellir, the ancient parliamentary site. The poem is patriotic in tone, with emphasis upon freedom, and the Icelandic nation’s struggle to throw off foreign rule: “Svo aldrei framar Íslands byggð/sé öðrum þjóðum háð” (So Iceland may never more/be dependent on other nations). On 18 June 1944 the Icelandic Society in Chicago celebrated the occasion with a social gathering, at which industrialist Paul J. Halldorson (1883–1964) delivered a speech on “Iceland’s Unique Destiny” to mark the birth of the republic. In his speech he recounted the history of the Icelanders, and contemplated the future of the Republic of Iceland from an American perspective. Jón Halldórsson (1838–1919), Paul’s father, was one of the first Icelandic immigrants to the United States. In 1872 he went to Milwaukee in Wisconsin, and in 1874 he settled in Nebraska. Jón was a friend of Benedikt Jónsson of Auðnir (1846–1939), Unnur’s father, and the two men corresponded for many years. The attitudes expressed in Hulda’s celebratory poem will here be compared with Paul’s views in his speech – views from home and abroad.
    Keywords: The West-Icelanders attitudes towards Iceland, ideas about the liberty of Icelanders

Birtist í: 
  • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver veit.pdf273.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna