Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15605
Í verkefninu var leitast við að svara tveimur grundvallar spurningum varðandi innleiðingu á viðurkenndu matvælaöryggiskerfi (ISO 22000) hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík:
Hvaða þætti í núverandi gæðakerfi sínu þarf Mjólkursamsalan í Reykjavík að bæta til að uppfylla þær kröfur sem ISO 22000 staðallinn setur?
Hvaða áhættur fylgja innleiðingu ISO 22000 staðalsins fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík?
Við vinnslu verkefnisins kom í ljós að ástæða var til að leggja upp með eina rannsóknarspurningu í viðbót varðandi viðhorf fyrirtækisins til matvælaöryggiskerfa almennt. Var þeim þætti hinsvegar líka gerð skil í verkefninu.
Til að svara þessum spurningum var fyrst og fremst stuðst við ISO 22000 staðalinn, gæðahandbók MS Reykjavík, viðtöl við gæða- og umhverfisstjórafyrirtækisins og fræðigreinar.
Niðurstaða verkefnisins er sú að það gæðakerfi sem Mjólkursamsalan í Reykjavík styðst við í dag nær til ýmsra þeirra krafna sem ISO 22000 staðallinn setur þó með óskipulögðum hætti. Fyrirtækið þarf því að aðlaga núverandi gæðakerfi sitt að þeim kröfum sem staðallinn setur. Aðlaga ber staðalinn eftir kaflaskiptingu hans og miðast uppbygging á niðurstöðum verkefnisins í heild sinni eftir því. Í verkefninu er gert skil á þáttum sem mælt er með að fyrirtækið fylgi svo innleiðingar- og aðlögunarferlið á staðlinum gangi sem auðveldast fyrir sig. Áhættuþættir við innleiðingu á ISO 22000 staðlinum miðað við starfsemi fyrirtækisins eru í samræmi við þá áhættuþætti sem fram hafa komið í rannsóknum tengdum innleiðingu á ISO stöðlum.
The aim of the research project was to evaluate MS Iceland Dairies position to implement the ISO 22000 standard. The focus of the project was twofold:
Which parts of the current quality system of MS Iceland Dairies have to be amended to comply with the requirement of ISO 22000?
What potential risks could MS Iceland Dairies face by implementing the ISO 22000?
During project evaluation, it became apparent that a third additional research question needed to be addressed, namely regarding the attitude of the company towards food safety systems in general.
To respond to the aforementioned research questions the content of the ISO 22000 and the Quality Hand Book of MS Iceland Dairies were used for reference. The documentation was complemented by interviewing the quality and environmental officer of the company and by studying various academic articles in the field.
The main finding of the research project is that the present quality system of MS Iceland Dairies does address many of the requirements of the ISO 22000, but not in a well-organized manner. The company needs to adapt its present quality system to the requirements of the ISO Standard. Adaptation to the standard should be carried out on the basis of each chapter of the Standard and this is explained in some details in the summary of the report. The report identifies measures that the company should undertake to facilitate the implementation and the adaptation to the ISO Standard. Risk to the operation of the company associated with the introduction of ISO 22000 is in good harmony with risks identified in the implementation of ISO Standards in general.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gunnar Freyr Þórisssson.pdf | 2,65 MB | Lokaður til...06.06.2063 | Heildartexti | ||
ViðaukarGunnarFreyrPDF.pdf | 252,7 kB | Lokaður til...06.06.2063 | Viðauki |