Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15612
Í þessari ritgerð er skoðað hvort arkitektúr og borgarskipulag geti haft áhrif á glæpatíðni. Í tengslum við það er fjallað um hvernig umhverfið hefur áhrif á hegðun almennings. Í ljós kemur að umhverfið getur haft misjöfn áhrif á mimunandi þjóðfélagshópa. Á meðan ákveðinn hópur laðast að einu svæði getur annar hópur forðast sama svæðið. Bornar eru saman tvær kenningar, eftir Jane Jacobs og Michel de Chertau, sem fjalla um hegðun mannsins í umhverfi sínu. Báðar fjalla þær um ,,dauða” reiti í byggð og hvað það er sem gerir það að verkum að ákveðin svæði grotna niður. Í framhaldi af því eru skoðuð rými bygginga en þess eru dæmi að heilu fjölbýlishúsin hafi grotnað niður þegar sameiginleg rými hafa ekki virkað sem skyldi. Dæmi eru nefnd. Þegar mikill fjöldi fólks er settur undir sama þak er hætta á að tengsl milli íbúa verði ópersónulegri og að íbúar sinni síður sameiginlegum svæðum. Loks eru bornar saman eftirlitsmyndavélar og Panopticon hugmyndafræðin um eftirlit í byggingum sem heimspekingurinn Jeremy Bentham setti fram á sínum tíma. Fjallað er um valda- og fælingar-mátt þessara kerfa og þá öryggistilfinningu sem þau veita. Þessu tengt er sýnt fram á mikilvægi öryggistilfinningar í að gera byggð svæði aðlaðandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerd-Bergthora.pdf | 28,71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |