en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15615

Title: 
  • Title is in Icelandic Er kynlíf söluaukandi?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í auglýsingaheiminum ríkir mikil samkeppni. Auglýsendur berjast um sýnileika og reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á vörum og vörumerki sínu. Ein leiðin til að vekja athygli er að ögra og góð leið til þess er að nýta sér nekt og kynlíf í auglýsingum.
    Með breyttum tíðaranda breytast auglýsingar bæði í sjónvarpi og á prenti. Þær sýna meira hold og myndgervingarnar verða grófari og ítarlegri. Rannsakandi mun kanna í þessari ritgerð hvort það virki söluaukandi að auglýsa á þennan máta og einnig siðferðislegu hliðina á auglýsingum sem þessum. Er Sex sells frasinn sannur? Einnig verður stuttlega farið yfir sögu kynlífs í auglýsingum en talið er að auglýsendur hafi byrjað að auglýsa á þennan máta á 19. öld.
    Auglýsingar má finna út um allt, í sjónvarpi, útvarpi, internetinu, blöðum og okkar nærumhverfi. Talið er að börn verði fyrir um það bil 40.000 auglýsingaáreitum á hverju ári sem gerir rúmlega hundrað áreiti að meðaltali á dag. Þessar tölur sýna fram á hversu mikla ábyrgð auglýsendur bera. Mælikvarðinn á hvað þykir siðferðislega ögrandi er breytilegur eftir tíðaranda hverju sinni. Stutt pils þóttu afar djörf þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og voru jafnvel bönnuð í nokkrum evrópskum löndum. Hugarfar manna breytist hratt og menningarheimar geta verið ólíkir. Það sem þykir ósköp eðlilegt í vestrænum ríkjum gæti til að mynda þótt afar ögrandi og valdið hneykslun í múslímskum ríkjum.
    Að mati rannsakanda þarf fólk að vera gagnrýnna á auglýsingar í kringum sig en það getur verið erfitt þegar auglýsingaáreitið er orðið jafn mikið og það er í nútímanum.

Accepted: 
  • Jun 7, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15615


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hordur_Sveinsson_BA.pdf3.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open