Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15620
Við tölum um það við sérstök tækifæri að menningin hafi eitthvert gildi. Að listin sé hreyfiafl. Hafi áhrif út í samfélagið. Hjálpi okkur að sjá fegurðina. Að listamenn hafi ákveðið hlutverk. Skyldu. Að ala upp públikum. Að pota í okkur sjálf. Meinum við eitthvað með þessu?
Hér verður velt vöngum yfir hlutverki menningar og listar. Litið verður til þeirra áhrifa sem markaðshyggja hefur haft á ráðandi orðræðu í okkar samfélagi og litið til skrifa Páls Skúlasonar í því samhengi.
Litið verður á breytingar á lagaramma sviðslista hér á landi með áherslu á athugasemd við 3. gr. Sviðslistafrumvarps sem var lagt til Alþingis veturinn 2012/2013, ,,Lögð er áhersla á að verkefnaval sé fjölbreytt þannig að starfsemi leikhússins höfði til breiðs hóps áhorfenda, en með þessu er þó á engan hátt verið að draga úr listrænum metnaði leikhússins."
Rýnt verður í þá hugsun sem liggur að baki þessari setningu og sett í samhengi við kenningar Bourdieu um táknrænt auðmagn og hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
forsida.pdf | 107.48 kB | Opinn | Forsíða og efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
ritgerd.pdf | 224.22 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |