is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15621

Titill: 
  • Andleg hreyfing, líkamlegar tilfinningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar við sem ekki getum talist þrautþjálfaðir og vel tengdir leikarar af guðs náð, förum að leggja hegðun okkar, tilfinningar og hugsanir undir stækkunarglerið, föllum við oft í þá gryfju að taka innra lífið úr sambandi við líkamann. Hvort sem það leiðir af tilhneigingu okkar til að taka hluti í sundur og flokka þá til þess að auðvelda okkur skilning á flóknum fyrirbærum, eða vegna þess að okkur hefur einfaldlega verið kennt að líta á líkama og sál sem aðskilda hluti, þá virðist það lita nálgun okkar þegar á sviðið er komið.
    Ég held að hugmyndin um tvíhyggjuna þvælist stundum fyrir okkur. Eftir því sem ég fæ best séð virka líkami og sál í óslitnu sambandi, sem ein heild, dag frá degi. Í þessari ritgerð mun ég skoða nánar tenginguna milli anda og efnis (sálar og líkama) í leiktúlkun. Ég mun snerta á því hvernig annars skyldar nálganir tveggja þekktra leiktúlkunarfræðimanna skarast þegar þær eru skoðaðar út frá hugmyndum um tvíhyggju og hvernig ég leitaðist við að losa mig við tvíhyggjuskilrúmið í vinnu minni við einstaklingsverkefni við Listaháskóla Íslands. Að lokum legg ég fram tillögu að því hvernig hinn sjálfstætt vinnandi leikari getur hafið vegferðina að endurfundum sálar sinnar og líkama, anda og efnis.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF BA Ritgerð - Forsíða og fleira - Salóme.pdf329.73 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
PDF BA Ritgerðin sjálf - Salóme.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna