Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15627
Meistaraverkefnið Greinar verða skjól er byggt á námskeiði sem ég skipulagði og kenndi við Fossvogsskóla í Reykjavík. Námskeiðið fór fram í frístundamiðstöðinni Neðstalandi og utandyra í Hákonarlundi við Bústaðaveg. Ritgerðin skiptist í tvo hluta, í þeim fyrri verður fjallað um þau fræði sem liggja til grundvallar námskeiðinu svo sem útinám, skapandi nám, þátttökunám og reynslunám. Seinni hluti ritgerðarinnar er umfjöllun um námskeiðið Greinar verða skjól en þar eru fræðin spegluð í námskeiðinu og niðurstöður reifaðar.
Markmið mitt með verkefninu Greinar verða skjól er að það leiði til aukinnar meðvitundar og tengsla nemenda við nærumhverfi sitt og náttúruna. Það er von mín að verkefnið muni efla samstarfshæfileika og samhygð meðal nemenda, auk tengsla þeirra við samfélag sitt og tilfinningu um að þau geti haft áhrif á það. Eðli verkefnisins er slíkt að nemendur gera sér ef til vill ekki grein fyrir þessum „mjúku“ námsþáttum fyrr en síðar á lífsleiðinni, en það verður engu að síður fróðlegt að sjá og heyra hvernig þau taka í verkefnið og hvað þau segja um það á meðan á því stendur og að því loknu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinar verda skjol_GR_.pdf | 3,82 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |