is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15629

Titill: 
 • ... að kenna íslenskum stúlkum iðnað ─ mótun sjónarmiða til nútíma listiðnaðar 1918-1939
Útgáfa: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Danskt listiðnaðarfélag stóð fyrir ókeypis sumarnámskeiðum í hannyrðum í byrjun 20. aldar til að efla áhuga fyrir listiðnaði hjá stúlkum frá Íslandi, Færeyjum, Vestur−Indíum og Suður−Jótlandi. Þar gætti áhrifa bændasamfélagsins jafnt sem iðnvæðingar, en einnig list- og handverkshreyfingarinnar (e. The Arts and Crafts Movement) þar sem listiðnaður var metinn til jafns við hinar „fögru listir“ og hannyrðir kvenna nutu virðingar. Námskeiðin í Kaupmannahöfn veittu íslenskum stúlkum ný tækifæri til list- og verknáms og nokkrar mótuðu sér leiðir til atvinnu þegar heim var komið. Meðal þeirra má greina frumkvöðla í listiðnaði á við Karólínu Guðmundsdóttur vefara sem brúaði bil hefða og nútíma í undanfara þeirra breytinga í híbýlamenningu sem funksjónalisminn færði hingað eftir 1930. Erindið markar upphaf rannsóknar á hlutdeild kvenna í mótun nútíma listiðnaðar og hönnunar á Íslandi 1900−1970.
  Lykilorð: List- og handverkshreyfingin, list- og verkmenntun, vefstofur, hönnunarsaga, Karólína Guðmundsdóttir (1897–1981).

 • Útdráttur er á ensku

  A Danish art industrial society iniated free summer courses in the textile arts for young women from Iceland, the Faeroe Islands, Jylland and the West Indies at the beginning of the 20th. century. The purpose was to evoke interest in art industry. Prevalent were the ideas of the peasant society, industrialization as well as the Arts and Crafts Movement that appraised the decorative arts equal to the fine arts and raised the status of women‘s handcrafted work. The summer courses created new opportunities for some of the Icelandic women in terms of design education and employment upon their return. One of them was the weaver Karólína Guðmundsdóttir, a pioneer bridging the gap between tradition and the advancement of functionalism after 1930. This presentation marks the beginning of a research into the role of women in modern industrial arts and design in Iceland 1900−1970.
  Keywords: The Arts and Crafts Movement, art and design education, weaving workshops, design history, Karólína Guðmundsdóttir (1897−1981).

Birtist í: 
 • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
 • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
 • 7.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
að kenna i_slenskum stu_lkum iðnað- Arndi_s S- 1.pdf200.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna