Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15632
Í þessari ritgerð er gerð tilraun til að skoða þátt myndlistarmanna (hér nefndir myndhöfundar) í gerð námsefnis í sögu fyrir grunnskóla. Með því að beina sjónum að einni gerð námsefnis og þeim sem skapa myndheim þess er hægt að ná utan um og skoða sem heild hvernig þessum þætti námsefnisgerðar er háttað á Íslandi. Ritgerðin er þríþætt. Í fyrsta lagi er fjallað um gildi myndmáls í kennslu, helstu kenningar um notkun þess í kennslubókum og niðurstöður rannsókna á því sviði. Í öðru lagi er myndefni 13 kennslubóka í sögu skoðað og greint auk þess sem símaviðtöl voru tekin við tvo af ritstjórum þeirra. Henni fylgir rannsókn sem byggist á viðtölum við sjö myndhöfunda sem hafa unnið að gerð námsefnis í sögu frá síðustu aldamótum. Leitast er við að kalla fram viðhorf þeirra til viðfangsefnisins og hvernig hver og einn nálgast það verk að miðla þekkingu á sjónrænan hátt. Í þriðja lagi eru niðurstöður úr rannsókninni dregnar saman og tengsl milli viðhorfa til hlutverks myndskreytinga og útfærslu þeirra í kennslubókum skoðuð í ljósi nokkurra kenninga um þessi efn
The focus of this thesis is the role of the artist in the making of Elementary school history textbooks. Looking at a single type of textbooks and those who create the visual world therein allows us to view as a whole this aspect of textbook design in Iceland. The thesis is threefold: Firstly, an overview of the educational role of the visual as well as some theories on the use of illustrations in textbooks and recent research in that field. Secondly, 13 history textbooks are examined and analysed and two of their editors interviewed. This is followed by a research based on interviews with seven artists that have illustrated History textbooks in the last thirteen years. The aim is to shed light on their view on the subject at hand and how they approach the task of visual communication. Thirdly, the results of the research are summarized and the relation between the artists’ views on the role of illustrations and their application in textbooks reviewed in theoretical context.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að_teikna_sogu.pdf | 2.44 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |