Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15637
Meistaverkefni mitt er tilviksrannsókn þar sem virkni, upplifun og reynsla gesta á listasafni á einni tiltekinni myndlistarsýningu er skoðuð. Rannsóknin fór fram á sýningunni Aðdráttarafl - hringlaga hreyfing eftir Björku Viggósdóttur í lista- og menningarmiðstöðinni Hafnarborg tímabilið 1. febrúar - 10. mars 2013. Rannsóknin var eigindleg og gögnum var safnað með vettvangsathugun, spurningakönnun og rýniviðtölum við safngesti á sýningunni. Rannsóknina set ég í samhengi við ráðandi kenningar um menntunarhlutverk safna, auk þess sem ég fjalla almennt um sögu og tilurð opinberra safna með áherslu á nám á söfnum sem eina grunnstoð safnastarfs. Er þá átt við persónubundið einstaklingsmiðað nám utan hins formlega skólakerfis sem lýtur að reynslu og skilningi hvers og eins. Sjálf starfa ég við miðlun safnkosts á safni og rannsókn mín er sprottin af þörf til að öðlast betri skilning á upplifun safngesta af sýningum. Lítið er til af íslenskum rannsóknum í þessum geira og brýn þörf að bæta úr því.
Rannsóknin sýndi fram á mikla virkni gesta, að þeir voru mjög fúsir til þátttöku og leiks á sýningarvettvangi á hvaða aldri sem var og að þeir höfðu tilhneigingu til að leggja sína eigin merkingu í sýninguna fremur en að láta segja sér fyrir verkum. Þeir tengdu sterkt við tilfinningalíf og minningar og samvera og samskipti eru þeim stór þáttur í upplifun og mikilvægi safnheimsóknar. Einnig að sýningarheimsóknin var gestum mikilvæg þrátt fyrir að þetta væri aðeins lítil viðkynning og stuttur stans. Það sem kom fram í þessari rannsókn ber saman við erlendar rannsóknir og kenningaramma sem er í stórum dráttum sá að þrátt fyrir að safnheimsóknir séu stuttir og fremur strjálir viðburðir í lífi fólks þá eru möguleikar þeirra til náms miklir.
My master's project is a case study of the activity, engagement, and experience of visitors in an art gallery at one specific exhibition. The study was performed at the exhibition “Aðdráttarafl – hringlaga hreyfing” (“Gravity”) by Björk Viggósdóttir at Hafnarborg, the Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art, from February 1st to March 10th, 2013. The study is qualitative, and data were collected through on-site investigation, a questionnaire, and focus interviews with gallery visitors at the exhibition. I place the study in the context of leading theories about the educational role of museums, in addition to which I discuss the history and development of museums with an emphasis on learning in the museum environment as one of the pillars of their purpose. This refers to personalized, individualized learning outside of the formal educational system, which is based on the experience and understanding of each and every learner. I myself work in an art gallery as a curator, and this research project springs from a need to gain a deeper understanding of the experience of gallery visitors at exhibitions. Icelandic studies of this kind are few and far between, and more work in this area is urgently needed.
The study proved that there was much activity among the guests, that they were willing to engage in participation and play on the scene of the exhibition independent of their age and tended to understand the works of art in their own way rather than to be influenced by the opinions of others. Their made strong connections with their emotional lives and memories and being together and communication were to them valuable part in their experience and the importance of their visit to the art gallery. The visit was evidently important to the guests although it was only a short presentation. The result of this study are comparable with foreign studies and theories that although visits to exhibitions are short and rather rare their possibilities for education are considerable.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
titilsida-smo.docx | 429,77 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
melros-ritgerd.pdf | 2,2 MB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |