is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15653

Titill: 
 • Corporate raiding : hvaða áhrif hefur það haft í íslenskum hlutafélögum og á stöðu haghafa?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslensk þýðing hugtaksins corporate raiding beinir sjónum að hugtökunum gripdeildum og þjófnaði. Þýðingin er þó þrengri heldur en efni standa til miðað við notkun hugtaksins í ensku máli. Enska hugtakið nær þannig bæði yfir refsiréttarlega og einkaréttarlega gerninga á sviði vinnu- og kröfuréttar. Á einkaréttarlega sviðinu er birtingarmynd þess aðallega svo dæmi sé nefnt þegar keppinautar laða til sín úrvalsstarfsfólk og starfsfólk með mikilvæga þekkingu og tengslanet. Meginefni ritgerðarinnar fjallar þó um hina ólögmætu hlið hugtaksins. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að „duglegir“ athafnamenn hafa um langt skeið farið offari við yfirtökur álitlegra félaga. Oftar en ekki er félögunum stýrt í strand þegar búið er að hreinsa úr þeim öll fjárhagsleg verðmæti t.d. við ótæpilega skuldsetningu vegna yfirtökunnar og eða sölu eigna þess í sama tilgangi. Umbreytingafjárfestar sem koma að slíkum aðgerðum nefna slíkt gjarnan ísmeygilegum hugtökum eins og t.d. að gera félögin „staumlínulagaðri“. Það fer eftir
  þjóðfélagslegum aðstæðum hvaða meðölum er beitt en eitt er sameiginlegt með bandarískum, rússneskum og íslenskum athafnamönnum að þeir víla ekki fyrir sér að fara yfir st rik lögmætis ef á þarf að halda. Það á jafnt við um hvort sem það eru spilltir embættismenn í Rússlandi, bandarísk bankafyrirtæki, endurskoðendur og lögfræðistofur sem gefa gerningum virðulegt
  yfirbragð eða íslenskir athafnamenn sem nota tvöfalt bókhald banka eða gerast gjafmildir. Svör við spurningunni Hvað er corporate raiding, hvernig fellur það að íslensku réttarsviði og hvaða áhrif hefur það haft á íslensk hlutafélög og á stöðu haghafa, birtast því í mynd glæpsamlegra athafna, þjófnaða og gripdeilda sem eru megineinkenni þess corporate raiding sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð í íslensku athafnalífi. Margháttuð brot á sviði
  fjármunaréttar hafa skilið almenna minnihlutafjárfesta grandlausa eftir með sárt ennið. Allt meira og minna fyrir tilstilli lyga, svindls og þjófnaða siðblindra manna sem eru jafnvel tilbúnir
  að hagræða túlkun settra laga til þess að ná markmiðum sínum.

 • Útdráttur er á ensku

  Translation into Icelandic of the concept corporate raiding tends to make the reader misled into thinking that the concept has to do with robbery and theft which is not entirely true. The concept as it is understood in the English language. The concept has to do with both criminal and monopolistic rights and acts in the sphere of labor and claims. To mention an example, it concerns monopolistic rights when the competition tries to lure away from your firm elite employers those with extensive knowledge and connections. The main theme of the essay has to do with the illegal part of the concept. It is clear that hard working entrepreneurs have for some time cut corners in their takeover bids for attractive companies. More often than not the firms are bankrupted after being cleared of all financial assets, to name an example, with excessive loan taking in the takeover or selling
  assets with the same purpose. Transformation investors involved, frequently use euphemistic expression, like making the firms more streamline. It depends on the social conditions what measures are applied but one thing is common with American, Icelandic and Russian entrepreneurs they all are not shy to cross the line of what is legal or not if necessary. That applies to corrupt officials in Russia, banking in the United States, auditors, law practices that renders what is done allure of respectability or Icelandic entrepreneurs using dual accounting in banks or use bribes in the form of gifts. The answer to the question “What is corporate raiding”? How does it adapt to legal practices in Iceland, its influence on Icelandic corporations and the status of the shareholders? The answer is that it manifests itself in the thefts and robbery that is the mainstay of the corporate raiding that has devastated the commercial life in Iceland. Multiple violations of the commercial legislation have badly hurt innocent minority investors. All caused by lies, embezzlements and thefts by amoral individuals that are even prepared to false interpretation of laws to achieve what they want.

Samþykkt: 
 • 10.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritger%C3%B0_Hilmar%20Einarsson_Final_public.pdf945.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna