is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15665

Titill: 
 • Er íslenska réttarkerfið skilvirkt í að taka á kynferðisbrotamálum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undanfarin misseri hefur umræða um kynferðisbrot verið nokkuð áberandi í opinberri umræðu. Aukin umfjöllun vekur ýmsar spurningar um stöðu málaflokksins; til að mynda hvort fjölgun brota sé ástæða þess að kynferðisbrot rati í kastljós fjölmiðla eða hvort tíðarandinn bjóði upp á opinskárri umræðu um viðkvæm mál en áður hefur tíðkast.
  Markmið ritgerðarinnar er að kortleggja hvort að rannsóknarskyldu lögreglu sé sinnt með fullnægjandi hætti hvað varðar kynferðisbrot. Til að nálgast þau svör þarf að líta til ýmissa þátta auk þeirra laga sem lögreglu og ríkisvaldinu er gert að starfa eftir. Nauðsynlegt er að skoða tölulegar upplýsingar og rýna í fjölda mála, eðli þeirra og ferli í réttarkerfinu. Ennfremur þarf að líta til annarra aðila sem koma að úrvinnslu kynferðisbrotamála til að mynda neyðarmóttaka nauðgana og Stígamóta.
  Tilgangur kortlagningarinnar er að draga upp heildstæða mynd af ferli kynferðisbrotamála á Íslandi þar sem í ljós kemur hvar er vel staðið að málum og hverju er ábótavant. Í því samhengi er hægt að líta til annarra landa sem og að byggja tillögur til úrbóta á þeim gögnum sem fyrir liggja.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að ýmislegt má betur fara sem dæmi er sláandi hve mörg mál eru felld niður og það hlýtur að teljast neikvætt þar sem fólk leggur sjaldnast út í kærumál án ástæðu og brotaþolar hljóta að upplifa það að ekki sé á þá hlustað þegar málum þeirra lýkur með þessum hætti. Annað er jákvætt og sérstaklega má nefna þann stuðning sem brotaþolum stendur til boða bæði á neyðarmóttökum nauðgana og svo hjá Stígamótum. Hins vegar má efla hlutverk réttargæslumanna þegar kemur að þessum málaflokki þar sem sakfellingar í slíkum málum tvöfaldast þegar réttargæslumaður er til staðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Recently the discussion of sexual offences has been quite prominent in the public debate. The increased media coverage raises a number of questions regarding sexual offenses. For example, is the number of sexual crimes rising and therefore more visible in the media spotlight? Or is society more open to a frank discussion of sensitive issues than before?
  This thesis maps whether the investigative obligation of the police is carried out satisfactorily in sex crimes in order to draw a comprehensive picture of the process also practical to look to other countries and build proposals for improvement from the available data.
  In addition to the laws that the police and the State are expected to operate within, it is necessary to view statistical information and study several cases, as well as view the nature and process of the judicial system. Other parties involved in processing sexual offences, such as the emergency services and Stígamót, offer valuable insight into sexual crimes.Conclusions show that several things could be improved, an example being the striking number of cases that never go to court. This points to a weakness in the justice system since people rarely put themselves through the process of making charges of a sexual offence without any reason. Moreover, victims must experience humiliation when their cases are not taken to court. There are positive conclusions regarding the social and medical support available to victims of sexual crimes. The emergency wards and the counselling center Stígamót provide support to the victims of sexual offences. An important addition to this support system is strengthening the role of legal guardians when it comes to these issues since conviction rates double when victims have the support of such professionals.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 13.5.2100.
Samþykkt: 
 • 10.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin með forsíðu.pdf1.19 MBLokaður til...13.05.2100PDF
inngangur.pdf85.93 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Töflur og myndir.pdf81.31 kBOpinnPDFSkoða/Opna