is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15668

Titill: 
  • Undirbúningur stöðlunar á WASI fyrir 17- 64 ára og samkvæmni matsmanna á undirprófinu Orðskilningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Unnið er að stöðlun stuttrar íslenskrar útgáfu greindarprófs Wechslers (WASI; Wechslers Abbreviated Scale of Intelligence) fyrir 17-64 ára íslendinga. Þýdd og staðfærð gerð WASI var lögð fyrir 241 íbúa landsbyggðarinnar sem valdir voru með lagskiptu kvótaúrtaki, frá sex landshlutum. Þrír cand.psych. nemar við Háskóla Íslands sáu um úrtaksgerð og fyrirlögn prófsins. Miðað var við upplýsingar Hagstofu Íslands um íbúafjölda, aldur, menntun og hlutfall karla og kvenna á landsbyggðinni. Þátttakendum var skipt í sjö aldursbil eins og í bandarískri útgáfu WASI. Meðalaldur var 40,6 ár (staðalfrávik 13,5 ár) yngsti þátttakandi var 17 ára og sá elsti 64 ára. Karlar voru 49% og konur 51%.
    Íslensk gerð WASI hefur sjö fleiri atriði en bandarísk útgáfa þess á undirprófinu Orðskilningur og því er gerð tillaga að styttingu þess. Almennt er áreiðanleiki undirprófa WASI viðunandi eða góður hérlendis, en þó lægri en í bandarískri útgáfu. Áreiðanleikastuðull (intraclass correlation coefficient) fyrir samkvæmni mats á Orðskilningi reyndist 0,97 sem er gott og gefur til kynna að matsreglur íslenskar útgáfu fyrir Orðskilning séu stöðugar og áreiðanlegar.
    Þáttabygging WASI á Íslandi er svipuð bandarískri útgáfu, undirprófin fjögur skiptast í munnlegan og verklegan þátt. Frammistaða þátttakanda í úrtakinu á undirprófinu Orðskilningi er betri með auknum aldri. Með auknum aldri verður frammistaða lakari á undirprófunum Rökþrautir og Litafletir. Háskólamenntaðir standa sig betur þeir sem aðra menntun hafa.

Samþykkt: 
  • 10.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdís Rósa Sæm WASI ritgerð 2013.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna