is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15670

Titill: 
 • „Fólk heldur oft að við séum bara hippar úti á túni, en þetta er blóð, sviti og tár.“ Þróun grasalækningahefðar á Íslandi og áhrif stofnanavæðingar á alþýðuhefð
 • Titill er á ensku "People often think we're just a bunch of hippies wandering around a field, but it's a matter of blood, sweat and tears." The Development of the Popular Herbal Medicine Tradition in Iceland and the Effects of Institutionalisation
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari 60 eininga meistaraprófsritgerð er grasalækningahefð á Íslandi fyrr og nú tekin til rannsóknar. Leitast er við að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað hvað varðar stöðu, aðferðir og hugmyndafræði grasalækna þvert á tíma og ekki síst stöðu grasalækninga í samtímanum. Meðal annars er togstreita milli ólíkra lækningaaðferða sem hefur átt sér stað á síðustu öldum dregin fram og einnig núverandi togstreita um vísindi og viðurkennt form þekkingar. Viðhorf menntaðra grasalækna og grasalæknafjölskyldu einnar (hér kölluð Grasalæknafjölskyldan), sem hefur numið þekkingu sína af eldri kynslóðum langt aftur í ættir, verða borin saman til þess að kanna stöðu grasalækningahefðar í samtímanum.
  Fyrri hluti rannsóknar byggir á kenningum um hóp, sjálfsmynd, hefð og menningararf. Rakin er svo söguleg þróun grasalækninga hér á landi. Síðari hluti rannsóknar byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og þar með viðtölum, þátttökuathugun, spurningarlistum en einnig eru annars konar heimildir teknar til skoðunar.
  Í ljós kom að grasalæknar sem starfa á Íslandi í dag skiptast í ólíka tvo hópa. Annar hópurinn er menntaður frá opinberum háskólastofnunum erlendis, hefur BSc gráðu og tengir sig við vísindarannsóknir og undirstöðu í læknisfræði og lyfjafræði. Hinn hópurinn telur afkomendur hvað þekktustu alþýðu- og grasalækna hér á landi, svo sem Grasa-Þórunnar, Erlings Filippussonar og Ástu grasalæknis. Í ætt þeirra hafa reynsluvísindi borist milli kynslóða um aldir og þekking þeirra numin frá barnæsku. Áður fyrr var orðspor alþýðulækna og sagnir af þeim þeirra „prófskírteini“ en svo virðist sem Grasalæknafjölskyldan hafi á síðustu árum, með tilkomu menntaðra grasalækna, endurskilgreint sig sem menningararf. Þannig öðlast þau nýja rödd sem er tekin marktæk í nútíma samfélagi sem einkennist af vísindahyggju og markaðsöflum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the herbal medicine tradition in Iceland, past and present. It seeks to shed light on the development of social status, methods and ideology of Icelandic herbalists over time, as well as the status of herbal medicine in the present. The conflict between different therapeutic approaches that have taken place in the last centuries is discussed, and the current conflict between science and what is generally regarded as a traditional forms of knowledge will also be highlighted. The ideas of academically qualified herbalists, as well as those of a single herbalist family in Iceland which has acquired its knowledge over the course of many generations, are compared and discussed in order to gain an understanding of the status of herbal medicine tradition in contemporary Icelandic society.
  The first part of the thesis considers theories of groups, identity, tradition and cultural heritage. It is followed by historical overview of the development of herbal medicine in Iceland over time. The second part of the thesis is based on qualitative research, including interviews, participant observation and questionaires, although other relevant sources are also examined.
  The research reveals that herbalists working in Iceland today are divided into two different groups. One group has received its education from official, academic institutions abroad, has a bachelorʼs degree and associates itself with science, anatomy and pharmacology. The other group includes descendants of some of the most famous herbal medicine doctors in Iceland, such as Grasa-Þórunn, Erlingur Filippusson and „Ásta the herbalist“. In their family traditional knowledge has been passed on from one generation to the next for centuries. A good reputation and healing skills used to be regarded as a valid “diploma” in the past, but apparently since the qualified herbalists appeared in recent years, the herbalist family has felt the need to redefine itself as a cultural heritage. This has helped it gain a new and meaningful voice in a society otherwise dominated by science and market forces.

Samþykkt: 
 • 10.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Ritgerðin!.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna