Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15671
Markmið verkefnisins er að greina hvernig staðið er að aðskiptaverði Verðlagsstofu skiptaverðs og hverjar eru forsendur skiptaverðs. Greina hver eru helstu markaðs- og umhverfisskilyrði og breytingar. Greina hvort skiptaverð í beinum viðskiptum sé í takt við breyttar aðstæður. Farið er í helstu áhrifavalda á verðmyndun hráefnis og tilheyrandi fræði.
Verkefnið er takmarkað við þorsk og við bein viðskipti útgerðafyrirtækja við fiskvinnslur. Unnið er að mestu út frá sögulegum gögnum sem til eru frá fiskvinnslunum sjálfum, Verðlagsstofu skiptaverðs, Hagstofu Íslands og Hafrannsóknarstofnun.
Það þarf að endurskoða forsendur úrskurðarnefndar sjómanna með tilliti til breyttra forsenda þannig að skiptaverð verði réttlátt fyrir fisk 4 til 5 kg og stærri. Núverandi fyrirkomulag er ásættanlegt fyrir bæði útgerð og sjómenn.
Forsendur stærðardreifingarinnar eru breyttar, hlutfallslega er meira veitt af stærri (þyngri) fiski en áður. Þróunin hefur verið vaxandi hlutdeild þyngri fisks í þorskafla.
Aðstæður eru breyttar á mörkuðum. Efnahagsþrengingar eru á helstu saltfisksmörkuðum og eftirspurn hefur minnkað sem hefur leitt til lægra afurðarverðs. Verðmunur milli Spánar og Portúgals hefur minnkað. Afurðaverð til Spánar hefur lækkað, en afurðaverð til Portúgals hefur hækkað. Aukinn þorskafli Norðmanna úr Barentshafi hefur leitt til aukinnar samkeppni Norðmanna á saltfiskmörkuðum.
Skiptaverð fyrir fisk 4-5 kg og stærri ætti þó að endurspeglast af forsendum af markaði og vinnslu, í takt við breytingu á afurðaverði á mörkuðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verdmyndun_hraefnis.pdf | 2.97 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |