Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15672
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að gera grein fyrir stöðu námsmanna innan félagslega kerfisins. Í stjórnarskrá landsins segir að allir eigi að njóta félagslegs öryggis hvort sem þeir þurfa aðstoð vegna sjúkleika, örorku, atvinnuleysis eða einhvers annars. Eftir lagabreytingu árið 2009 á lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar breyttist staða námsmanna töluvert. Breytingin hafði það í för með sér að námsmenn geta ekki lengur sótt um atvinnuleysisbætur ef þeir verða atvinnulausir í námshléum. Þá hafa sveitarfélögin einnig sett í reglur sínar að námsmenn eigi ekki rétt á framfærslu frá sveitarfélaginu.
Námsmenn eru í skóla níu mánuði á ári, á þeim tíma fá þeir framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þrjá mánuði á ári hafa námsmenn ekkert félagslegt öryggi ef svo ber undir. Fjallað er um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem snúa að félagslegu öryggi og tengingu þeirra við alþjóðasamninga og fjallað er um hvernig það snertir atvinnuleysistryggingakerfið. Þá er einnig fjallað um sveitarfélögin og grundvöll þeirra fyrir því að synja námsmönnum um félagslegt öryggi og á hvaða forsendum það er gert.
The main focus of this thesis is to examine the position Icelandic student’s face in the social system. According to the Icelandic constitution everybody is supposed to have social security if they need it because of health, disability, unemployment or something else. In 2009 the law regarding unemployment insurance changed so that students couldn’t apply for unemployment benefits anymore if they had no job during study breaks. The municipalities have also taken up regulations that claim that students don’t have the right to support from them anymore. University students go to school nine months in a year, during which time they have the right to get a student’s lone to support them self. The other three months of the year students have no social security if they need it. In this thesis the clause in the constitution regarding social security will be examined and its connection to international conventions and how it effects the unemployment insurance system. The base for denying students their social security by the municipalities will also be examined.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Félagslegt öryggi námsmanna.pdf | 704,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
HEIMILDASKRÁ.pdf | 140,77 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |