Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15676
Í þessari ritgerð eru fimm lítil framboð á Íslandi skoðuð, og reynt að finna út hver markmið þessara framboða voru út frá kenningu Anthony Downs um nýja stjórnmálaflokka. Skoðuð verður saga framboðanna og hugmyndafræði þeirra og stefnur. Kenning Downs gengur út á að nýjir flokkar eða framboð hafi tvö markmið; annað hvort að vinna kosningar til að komast í valdastöður eða að þrýsta á breytingar með einhverjum hætti. Einnig er lítillega skoðað hvort að það sé eitthvað sem sameini þessi framboð sem eru; Þjóðveldismenn, Þjóðvarnarflokkurinn, Framboðslistinn, Samtök um Kvennalista og Frjálslyndi flokkurinn.
Helstu niðurstöður eru þær að framboðin sem um er fjallað myndu flokkast sem ný framboð sem vilja þrýsta á breytingar í samfélaginu með einhverjum hætti. Engin þeirra hafa tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi, en þó eiga þau ýmislegt annað sameiginlegt. Framboðin hafa öll á einhvern hátt barist fyrir lýðræðisumbótum. Þá hefur fjórflokkurinn tekið upp stefnu þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi, að einhverju leyti.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerðin .pdf | 439,64 kB | Open | Heildartexti | View/Open |