is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15684

Titill: 
 • „Það var auðveldara að hætta bara öllu” : ástæður brotthvarfs nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskóla á Íslandi
 • Titill er á ensku "It was easier to just quit" : the reasons why young people of foreign origin drop out of Icelandic upper secondary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um ástæður brotthvarfs ungmenna af erlendum uppruna úr framhaldsskólum á Íslandi. Greint er frá núverandi þekkingu á stöðu nemenda af erlendum uppruna í íslensku framhaldsskólakerfi og niðurstöðum rannsókna sem tengjast umfjöllunarefninu. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var árið 2013. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að fá innsýn í reynsluheim ungmenna af erlendum uppruna sem stundað hafa nám í framhaldsskóla, með það að markmiði að skilja ástæðurnar fyrir ótímabæru brotthvarfi þeirra. Í öðru lagi var markmið rannsóknarinnar að fá fram upplýsingar hjá framhaldsskólunum varðandi móttöku og stuðning við nemendur af erlendum uppruna.
  Niðurstöður benda til þess að gagnvirkni ólíkra persónulegra, félagslegra, samfélagslegra og kerfisbundinna þátta hafi áhrif á nám nemenda af erlendum uppruna og á þá ákvörðun að hætta námi. Áhættuþættir fyrir brotthvarf eru veik sjálfsmynd, ónæg íslenskukunnátta og félagsleg einangrun. Auk þess virðist fyrri námsárangur nemenda spá um velgengi í námi. Íslenska skólakerfið getur haft meiri jákvæð áhrif á nám nemenda af erlendum uppruna, t.d. með góðu eftirliti, þéttu stuðningskerfi og aukinni samvinnu við foreldra nemenda af erlendum uppruna. Auk þess komu fram vísbendingar um þörf á aukinni vitund um fjölmenningarlega menntun innan framhaldsskólans.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is the high dropout rate of young people of foreign origin from Icelandic upper secondary schools and the reasons behind it. The thesis discusses the situation of students of foreign origin in Icelandic upper secondary school system and the results of a qualitative research carried out in 2013. The aim the research was two folded. Firstly, to gain insight into the experiences of young people of foreign origin, that have studied at the upper secondary school level, to understand the reasons for dropping out. The second aim was to gather information from the schools regarding how schools welcome and support the students.
  The main conclusions point towards a dialectical interplay of personal, social, societal and systematic factors that influence the education of the students and the decision to drop out. Risk factors are: poor self-image, inadequate knowledge of Icelandic and social exclusion. Previous school performance is predictive of future performance. The Icelandic school system can more positively affect the education of students of foreign origin, for example with good surveillance, strong support system and enhanced cooperation with the student´s parents. Additionally, there were indications of a need for greater awareness of multicultural education within the schools.

Samþykkt: 
 • 11.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M-Ed ritgerð Berglind Rós Karlsdóttir_FINAL.pdf8.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna