is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15695

Titill: 
  • Umhyggja : birtingarform umhyggju í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed próf í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar er að varpa ljósi á umhyggju og hvernig hún birtist í leikskóla.
    Greint verður frá kenningum Nel Noddings og Sigrúnar Aðalbjarnardóttur um umhyggju og hvernig leikskólakennarar skilgreina umhyggju í skólastarfi. Umhyggja í skólastarfi snýst ekki eingöngu um blítt bros og faðmlag heldur líka að setja skýr mörk og vera meðvitaður um ólikar þarfir barna. Fjallað er um geðtengslakenninguna en hún byggir á kenningum John Bowlby. Þar kemur fram mikilvægi þess að barn geti myndað örugg tilfinningaleg tengsl við foreldri eða annan umönnunaraðila. Auk þess er framlag Mary Ainsworth til kenningarinnar reifað. Gæði tilfinningalegra tengsla eru talin hafa gífurleg áhrif á velgegni einstaklinga á lífsleiðinni. Umhyggja á stóran þátt í myndun öruggra tilfinningalegra tengsla og er mikilvægur þáttur í þróun tilfinninga- og félagslegrar færni einstaklinga. Greint er frá hvernig leikskólakennarar skilgreina muninn á umhyggju og umönnun og samkvæmt því er umhyggja regnhlífarhugtak yfir alla starfsþætti leikskóla. Fjallað er um hvernig jákvæð snerting getur dýpkað umhyggjuþáttinn og um leið styrkt tilfinningaleg tengsl. Auk þess er litið til þeirra jákvæðu áhrifa sem örugg tengsl, umhyggja og jákvæð snerting hafa á sjálfsmynd, sjálfsvitund, sjálfstraust og samkennd. Umhyggja er algild og forsenda vellíðunar, því þarf að vera ljóst hvernig hún birtist í leikskólastarfi svo hægt sé að tileinka sér umhyggjusöm samskipti.

  • Útdráttur er á ensku

    The following paper is a final thesis for a B.Ed degree in teaching at the University of Akureyri. The paper’s subject is to highlight care and the way it is present in pre-school education. The theories of Neil Noddings and Sigrún Aðalbjarnardóttir about care will be explained and how pre-school teachers‘ define care. Care in an educational setting is not only about a kind smile and a hug, but also to set clear boundaries and be aware of the variety of the needs children have. The attachment theory is discussed, which is based on the theories of John Bowlby and Mary Ainsworth contribution to the attachment theory is explained. The attachment theory is about the importance of a child being able to form a secure emotional attachment with a parent or another caregiver. The quality of emotional attachment is thought to have a considerable effect on an individual’s success in life and care is a significant element in forming those secure emotional attachment. It is also a key factor in an individual’s emotional and social skill development. The difference between care and caretaking according to pre-school teachers will be distinguish, they see care as an umbrella concept covering all functions of a pre-school. Positive touch will be explained and how it can deepen the sense of care and strengthen an emotional attachment at the same time. The positive outcome from secure attachment, care and positive touch on self image, self awareness, self confidence and sympathy will be discussed. Care is universal and a prerequisite for well being, therefore it needs to be well defined how it appears in pre-schools so that caring relationships can be adapted by all.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umhyggja Herdís Gunnlaugsdóttir.pdf398.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna