Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15698
Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-gráðu á vormisseri 2013 við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um einhverfu barna, hvernig hún lýsir sér, hvernig greining hennar fer fram og hversu mikilvægt það er að greina einhverfu snemma. Því næst er farið yfir ólíkar kennsluaðferðir sem notaðar eru með einstaklingum á einhverfurófinu. Megináhersla er lögð á leik ungra barna og barna með einhverfu, hvernig stuðning og leiðbeiningar þau fá í leiknum. Hlutverka- og ímyndunarleikur hjá börnum er kynntur þar sem börn fá tækifæri til að herma eftir öðrum persónum eða jafnvel dýrum. Kenningar fræðimannanna Lev Vygotsky og Jean Piaget um leikinn eru kynntar lítillega. Erlend aðferð sem byggir á kenningu Vygotsky og notuð hefur verið til að bæta félagslega og táknræna leikfærni barna með einhverfu er að lokum skoðuð. Heimildir eru fengnar íslenskum og erlendum bókum og fræðigreinum, Aðalnámskrá leikskóla frá 2011, úr Barnaverndarlögum frá 2002 og einnig er leitað fanga í heimasíðum stofnanna.
Kveikjan að þessari ritgerð tengist bæði mínu persónulega lífi og einnig áhuga mínum á leik sem helstu náms- og þroskaleið ungra barna. Reynt verður að leita svara við rannsóknarspurningum sem felur í sér hvernig leikur einhverfra barna lýsir sér, hvort hann sé frábrugðinn leik annarra barna og einnig hvernig börn með einhverfu eru studd og leiðbeint í leik. Helstu niðurstöður, eftir að hafa skoðað viðfangsefnið út frá ýmsum sjónarhornum, eru þær að börn læra mest í gegnum leik þegar þau sjálf fá að stjórna og skipuleggja hann. Helsti munur á leik hjá börnum með einhverfu og öðrum börnum er sá að táknrænn leikur getur verið mun seinni og getur félagsleg geta þeirra og takmörkuð tjáskipti einnig haft mikil áhrif og hindrað þau í leiknum.
This essay is written for B.Ed. degree from the Social science department at the University of Akureyri. The essay talks about children with autism, how autism is described, how it is analyzed and how important it is to identify autism in children at early age. The essay furthermore introduces different teaching methods that have been used with individuals with autism. The main emphasis is on children’s play and how in fact children with autism play and the support and direction they can have in play. Role playing and fantasy games with the children is introduced where children have the opportunity to play other persons or even different animals. Furthermore theories of Vygotsky and Piaget about play are introduced and because of differences in their theories it is interesting to see the different opinions and views they have regarding children’s play and development. In the end the essay will take a look at a method based on Vygotsky’s theory on teaching children with autism how to play and increase their social skills. The references are sourced from Icelandic and foreign books and field of study, The kindergarten´s curriculum from 2011, The Child Protection act from 2002. Information from websites of organizations was also used.
The inspiration for this essay relates both my personal life and also my interest in play as the main educational and developmental in children. Attempt will be to answer research question involving how game is described with autistic children, whether it is different from other children’s play and also how children with autism are supported and guided in play. The most important conclusion is that children learn most through play when they can control and plan it themselves. The main difference in autistic children’s play and other children is that symbolic game can reveal much later and their social skills and limited communication can also have a major influence and prevent them in play.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
b.ed. ritgerð.pdf | 343,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |