Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15699
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á áhrifaþætti í ánægjulegri upplifun af lestri og koma auga á leiðir til að hvetja til aukins lesturs og efla áhuga.
Fræðilegur hluti ritgerðarinnar er byggður á rannsóknum og fræðigreinum sem gefa til kynna áhrifaþætti í lestraránægju. Lestur er vitsmunalegt ferli og því er lestrarupplifun einstaklingsbundin. Lesskilningur er ein grundvallarforsenda ánægjulegrar upplifunar af lestri en skilningur á texta gerir lesanda kleift að lifa sig inn í efnið og draga ályktanir. Í ritgerðinni er fjallað um þætti sem hafa áhrif á lesskilning og greint frá lesskilningsaðferðum. Í rannsóknum á lestrarvenjum barna er komið inn á kynjamun í lesskilningi, áhuga á lestri og misjafnar lestrarvenjur en drengir standa stúlkum ekki jafnfætis hvað þessa þætti varðar. Afgerandi niðurstaða rannsókna á lestrarvenjum koma inn á mikilvægi þess að tengja lestur áhugasviði lesenda. Áhugahvöt getur virkað sem drifkraftur á lestur og eykur lestraránægju. Niðurstöður benda jafnframt til að mæta þurfi ólíkum þörfum og löngunum í tengslum við form lestrarefnis. Lestur er ekki aðeins bundinn við bóklestur hann nær til allra forma lestrarefnis og er ávallt af hinu góða. Félagsleg samskipti hafa mikið að segja í lestraránægju, félagsleg áhrif koma fram þegar börn ræða sín á milli og við lestrarfyrirmyndir sínar.
Unninn er hugmyndabanki sem byggir á fræðilega hluta ritgerðarinnar en markmið hans er að benda á leiðir til að efla áhuga á lestri og hjálpa nemendum að upplifa lestur sem áhuga- og eftirsóknarverða iðju.
This thesis is submitted for a B.Ed. degree in pedagogy at the University of Akureyri. The purpose of this thesis is to identify influential factors in the enjoyment of reading, and to find ways to encourage additional reading and enhance enthusiasm.
The theoretic part of the thesis is based on researches and treatises that indicate influential factors in the enjoyment of reading. Reading is an intellectual process and therefore reading experiences are personal. Reading comprehension is a foundation for an enjoyable experience of reading, but understanding text enables the reader to perceive the subject and conclude. The thesis discusses factors that affect reading comprehension and reading comprehension strategies are discussed. Researches of children’s reading habits touch on a difference in gender, reading enthusiasm and difference in reading habits but boys do not stand equal to girls regarding these aspects. A decisive conclusion from researches of reading habits point to the importance of associate reading with the reader’s interests. Motivation can work as a driving force on reading and enhances reading enjoyment. Findings also indicate that diverse needs have to be met in regards to reading material. Reading isn’t only confined to book reading; it extends to all types of reading material and is always beneficial. Social interaction is a big factor in reading enjoyment, social influences surface when children converse between themselves and with their reading role models.
Ideas based on the theoretic part of the thesis are listed with the objective to point to ways to increase reading enthusiasm and help students perceive reading as an interesting and desirable pastime.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragna Guðný (2).pdf | 546,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |