is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15706

Titill: 
 • Hvernig skal koma til móts við þarfir nemenda með ADHD : hlutverk skólans og þekking kennara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um athyglisbrest með ofvirkni en í þessum skrifum verður notast við ensku skammstöfunina ADHD. ADHD er röskun sem stafar af taugaþroska sem lýsir sér með einbeitingarerfiðleikum, ofvirkni og hvatvísi. ADHD er algengasti hegðunarvandinn hjá börnum og unglingum og getur valdið þeim, sem glíma við þessa röskun, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi óþægindum og truflunum í daglegu lífi. Miklar líkur eru á því að þeir sem greinast með ADHD greinist jafnframt með eina eða fleiri fylgiraskanir, svo sem sértæka námserfiðleika, mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarröskun. Samkvæmt fjölda rannsókna eru námserfiðleikar algengasta fylgiröskunin og því er mikilvægt að nemendur sem glíma við ADHD fái alla þá aðstoð sem þörf er á í skólanum. Til að hægt sé að veita þeim þá aðstoð er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk skólanna hafi grunnþekkingu á ADHD og úrræðum þar að lútandi en samkvæmt rannsóknum glíma meðaltali einn til tveir nemendur í hverjum bekk íslenskra grunnskóla við þessa röskun.
  Við vinnslu þessarar ritgerðar aflaði ég mér heimilda um ADHD, einkenni, greiningu og meðferðarúrræði ásamt því að skoða hvernig skólinn bregst við þessum nemendum. Einnig las ég mig til um þá þekkingu sem kennarar þurfa að hafa til að geta mætt þörfum þeirra. Þá geri ég grein fyrir eigindlegri rannsókn þar sem ég tók viðtöl við þrjá starfandi sérkennara/kennara og hafði þá eftirfarandi rannsóknarspurningu og tvær undirspurningar að leiðarljósi: Hvers konar aðstoð þarf nemandi með ADHD að fá við nám? Er öll aðstoð sem talin þörf er á við skólann veitt og getur nemendafjöldi skólans haft áhrif á hvort viðeigandi stuðningur er veittur eða ekki?
  Þeir kennarar sem tóku þátt í rannsókninni voru allir á þeirri skoðun að þekking og skilningur kennara á ADHD væri gríðarlega mikilvægur en að spurningin væri hins vegar hversu vel kennurum tækist til við að sinna þessum nemendum.

 • Útdráttur er á ensku

  Attention deficit hyperactivity disorder is the main topic of this paper. For easier use, the abbreviation ADHD will be used in this document. ADHD is a neurological disorder with asignificant problem with attention, impulse control and overactivity. ADHD is one of the most common behavioral problems that children are diagnosed with and it can cause them, their families and everyone else around them great difficulties in their every day life. It is a great chance that those who are diagnosed with ADHD also get diagnosed with other disorders such as learning disabilities, oppositional defiant disorder and behavioral disorder. According to many studies, learning disabilities is the most common disorder that children with ADHD are also diagnosed with and that is why it‘s important that all children with ADHD get all the help they need at school. For teachers and all other employees working in the school community it is extremely important for them to have knowledge and training in ADHD and knowledge in a variety of teaching strategies for these children. According to studies, at least one or two students in Icelandic elementary schools are diagnosed with ADHD. While working on this paper I gathered information about ADHD, characteristic feature, diagnostic and treatments as well as gathering information about how the school
  handles these students and the knowledge teachers need to have to meet their educational needs. I also did a qualitative research where I interviewed three working teachers where the following leading question was: What kind of assistance do children with ADHD need at school; do they get sufficient assistance to meet their educational needs and is it possible that the assistance could be influenced by the number of students in each school?
  The teachers I interviewed all agreed on the theory that teachers need to have great knowledge and understanding of ADHD, however their concern was how well do they succeed in meeting those student‘s needs.

Samþykkt: 
 • 11.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ - 2 PDF.pdf500.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna