en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15708

Title: 
 • Title is in Icelandic "Þetta er alltaf ávinningur" : reynsla grunnskólakennara af bekkjarfundum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar eru bekkjarfundir og reynsla kennara af þeim í starfi sínu. Bekkjarfundir hafa á síðasta áratug vakið athygli og vaxið í vinsældum í íslenskum grunnskólum og eru notaðir samhliða ýmsum stefnum sem unnið er eftir í skólum. Tilgangurinn er að þjálfa félagsfærni nemenda, styrkja sjálfstraust þeirra og sjálfsábyrgðarkennd og efla lýðræðisvitund þeirra. Leitast var við að svara eftirfarandi: Hvers vegna nota kennarar bekkjarfundi, hvernig er notkun þeirra háttað og hver er ávinningurinn fyrir kennara og nemendur?
  Fjallað er um bekkjarfundi í fræðilegu samhengi, leitast við að rekja uppruna þeirra í skólastarfi og fjallað um notkun fundanna í íslenskum skólum. Einnig er framkvæmd þeirra lýst og tilgangurinn skoðaður. Rýnt er í rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sem tengjast bekkjarfundum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við kennara í tveimur grunnskólum, með það að markmiði að skoða reynslu þeirra af bekkjarfundum í starfi. Að lokum eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og þær bornar saman við fræðin.
  Meginniðurstöður eru á þá leið að kennararnir telja bekkjarfundi mikilvæga fyrir skólastarfið í heild þó að framkvæmdin geti reynst vandasöm. Athygli vakti þó hversu lítil þjálfun kennaranna er í framkvæmd bekkjarfunda þegar horft er til þess hversu mikilvægir þeir teljast fyrir skólastarfið. Almennt virðast bekkjarfundirnir vera hluti af reglulegu starfi kennaranna og framkvæmd þeirra svipuð því sem lagt er upp með í fræðunum. Í ljós kom að ávinningurinn er margþættur og skilar sér í bættum samskiptum í skólasamfélaginu í heild.

 • This thesis is a final project for a Bachelors Degree in Primary and Lower Secondary Education from the University of Akureyri. The topic is class meetings and teachers' experiences utilizing them in their class rooms.
  In the past decade, class meetings have become more and more popular in Icelandic elementary and middle schools as a tool to support several different teaching philosophies. The purpose of using class meetings is to improve students' social skills, self esteem, responsibility, and democracy. In this paper we will answer the following questions: Why do teachers use class meetings? How do they use them? How are they benefitting teachers and students?
  We will discuss class meetings from a scientific standpoint, how they originated in the school system, and how they have been used in the Icelandic school system in particular. The execution of these class meetings will be discussed as well as their intended purpose. Furthermore, we will look at several domestic and foreign research studies in relations to class meetings. A qualitative research study was conducted where focus groups of teachers from two different schools were interviewed. Its purpose was to find out their experiences with class meetings in their class rooms. Finally, the qualitative research study findings are presented and compared to the general scientific studies.
  In conclusion, teachers see class meetings as a valuable tool in their school system, despite its challenging execution. Interestingly, the teachers have little or no formal training in conducting these meetings despite their importance in the school system. Consequently, the class meetings were used as part of normal routines and conducted similar to other curriculums. We conclude that it was evident that there were many different benefits of utilizing class meetings in the school system as it improves social skills and cooperation among students and faculty members.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 10.6.2030.
Accepted: 
 • Jun 11, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15708


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Agrip og abstract.pdf53.27 kBOpenÁgrip PDFView/Open
Heimildaskra.pdf102.54 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open
Bekkjarfundir - Lokaritgerd. Kristin og Unnur3.pdf688.32 kBLocked Until...2030/06/10HeildartextiPDF